Auglýsing

Evrópumót í liðakeppni áhugakylfinga fór fram víðsvegar um Evrópu í síðustu viku. Kvennalið Íslands keppti á Tawast Golf & Country Club í Finnlandi dagana 11.-15. júlí.

Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur og næstu þrjá daga þar á eftir var leikin holukeppni.

Í höggleikskeppninni töldu fimm bestu skorin hjá hverju liði í hverri umferð en sex leikmenn voru í hverju liði. Átta efstu þjóðirnar eftir höggleikinn kepptu um Evrópumeistaratitilinn í A-riðli.

Þær þjóðir sem enduðu í sætum 9-16 kepptu í B-riðli og aðrar þjóðir sem eru fyrir neðan 16. sætið kepptu í C-riðli.

Í holukeppninni voru leiknir tveir fjórmenningar (foursomes) fyrir hádegi. Í fjórmenningskeppninni leika tveir leikmenn gegn tveimur öðrum leikmönnum – og hvort lið leikur einum bolta. Eftir hádegi voru leiknir fimm tvímenningsleikir (singles) þar sem að einn leikmaður leikur gegn öðrum leikmanni.

Ísland endaði í 13. sæti eftir höggleikskeppnina. Og lék því í B-riðli um sæti 9-16. Þar mætti Dönum í fyrstu umferð og sá leikur tapaðist 4-1. Í næstu umferð sigraði Ísland lið Slóvakíu 4-1. Í lokaumferðinni tapaði Ísland gegn Ítalíu 4-1 og 14. sætið var niðurstaðan hjá Íslandi.

Þjálfari íslenska liðsins var Ólafur Björn Loftsson og Árný Lilja Árnadóttir var sjúkraþjálfari liðsins.

Eftirtaldir leikmenn skipuðu kvennalið Íslands: 

  • Andrea Bergsdóttir, Hills GC
  • Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG 
  • Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
  • Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
  • Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
  • Saga Traustadóttir, GKG

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 

Lokastaðan:

  1. Spánn
  2. England
  3. Þýskaland
  4. Sviss
  5. Svíþjóð
  6. Tékkland
  7. Frakkland
  8. Írland
  9. Danmörk
  10. Finnland
  11. Austurríki
  12. Skotland
  13. Ítalía
  14. Ísland
  15. Slóvakía
  16. Wales
  17. Belgía
  18. Slóvenía
  19. Tyrkland

4. keppnisdagur:

Ísland lék gegn Slóvakíu á fjórða keppnisdegi og þar hafði Ísland betur með öruggum sigri 4-1.

Úrslit leikjanna eru hér fyrir neðan.

3. keppnisdagur:

Ísland mætti Dönum í fyrstu umferð í B-riðlinum þar sem að keppt erum sæti 9-16.

Danir sigruð 4-1 í þessum leik og eiga Danir því enn möguleika á að enda í efsta sæti B-riðilsins sem gefur 9. sætið í heildarkeppninni.

Ísland mætir liði Slóvakíu í 2. umferð á föstudaginn.

2. keppnisdagur:

Íslenska liðið bætti sig verulega á öðrum keppnisdegi og var samanlagt skor fimm kylfinga +2 yfir pari. Samtals var Ísland á +18 höggum yfir pari eða 738 höggum (376-362). Ísland fór upp um 3 sæti og endaði í 13. sæti eftir höggleikinn og leikur því um sæti 9-16 á þessu móti.

Hulda Clara Gestsdóttir varð jöfn í 7. sæti í höggleiknum en hún lék samtals á -7 eða 137 höggum (71-66). Hún lék frábært golf á síðari hringnum eða 66 höggum eða -8 þar sem hún fékk alls sex fugla.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir lék samtals á 146 höggum eða +2 samtals (75-71). Í dag lék hún á einu höggi undir pari og bætti sig um fjögur högg frá fyrsta hringnum. Perla Sól endaði jöfn í 51. sæti í höggleiknum.

Andrea Bergsdóttir lék samtals á 148 höggum eða +4 samtals (75-73). Hún endaði jöfn í 67. sæti í höggleiknum.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir lék samtals á 152 höggum eða +8 samtals (77-75). Hún endaði í 86. sæti í höggleiknum.

Anna Júlía Ólafsdóttir lék samtals á 155 höggum eða +11 samtals (77-78). Hún endaði í 97. sæti í höggleiknum.

Saga Traustadóttir lék samtals á 156 höggum eða +12 samtals (79-77). Hún endaði í 101. sæti í höggleiknum.

1. keppnisdagur:

Ísland er í 16. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn í höggleiknum. Ísland lék samtals á +24 eða 384 höggum. Fimm bestu skorin af alls sex hjá hverju liði telja í höggleiknum. Svíar eru í efsta sæti á -20 samtals, Þýskaland er í öðru sæti á -15 samtals og Spánverjar eru í þriðja sæti á -11 samtals. Alls léku sex þjóðir undir pari samtals á fyrsta hringnum.

Hulda Clara Gestsdóttir lék á 71 höggi (-1) = 25. sæti.
Andrea Bergsdóttir lék á 75 höggum (+3) = 67. sæti.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir lék á 75 höggum (+3) = 67. sæti.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir lék á 77 höggum (+5) = 86. sæti.
Anna Júlía Ólafsdóttir lék á 78 höggum (+6) = 91. sæti.
——————————————-
Saga Traustadóttir lék á 79 höggum (+7) = 101. sæti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ