Evrópumót í liðakeppni áhugakylfinga fer fram víðsvegar um Evrópu næstu daga.
Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og næstu þrjá daga þar á eftir er leikin holukeppni.
Í höggleikskeppninni telja fimm bestu skorin hjá hverju liði í hverri umferð en alls eru sex leikmenn í hverju liði. Átta efstu þjóðirnar eftir höggleikinn keppa um Evrópumeistaratitilinn í A-riðli.
Þær þjóðir sem enda í sætum 9-16 keppa í B-riðli og aðrar þjóðir sem eru fyrir neðan 16. sætið keppa í C-riðli.
Í holukeppninni eru leiknir tveir fjórmenningar (foursomes) fyrir hádegi. Í fjórmenningskeppninni leika tveir leikmenn gegn tveimur öðrum leikmönnum – og hvort lið leikur einum bolta. Eftir hádegi eru leiknir fimm tvímenningsleikir (singles) þar sem að einn leikmaður leikur gegn öðrum leikmanni.
Piltalið Íslands keppir á Green Resort Hrubá Borša vellinum í Slóvakíu 12.-15. júlí.
Þjálfarar eru Birgir Leifur Hafþórsson og Þorsteinn Hallgrímsson. Baldur Gunnbjörnsson er sjúkraþjálfari.
Eftirtaldir leikmenn skipa piltalið Íslands:
- Guðjón Frans Halldórsson, GKG
- Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
- Hjalti Jóhannsson, GK
- Markús Marelsson, GK
- Skúli Gunnar Ágústsson, GA
- Veigar Heiðarsson, GA
Nánari upplýsingar um piltamótið má nálgast hér:
Alls eru 11 þjóðir sem keppa á EM pilta: Eistland, Grikkland, Ísland, Lettland, Lúxemborg, Portúgal, Pólland, Skotland, Tyrkland og Wales.
3 efstu þjóðirnar vinna sér inn sæti í efstu deild.
4. keppnisdagur:
Ísland og Austurríki leika til úrslita um sigurinn í dag – leikurinn hófst í morgun. Bæði liðin eru örugg með sæti í efstu deild að ári.
Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit í leiknum gegn Austurríki.
3. keppnisdagur:
Ísland lék til undanúrslita gegn Skotlandi og sigurliðið gat tryggt sér sæti í efstu deild. Íslensku leikmennirnir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Skota 4-3.
Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan.
2. keppnisdagur:
Íslenska liðið endaði í þriðja sæti í höggleiknum á +7 samtals eða 727 höggum (358-369). Austurríki varð efst á 704 höggum eða -16 og Skotar í því þriðja á -6 samtals. Ísland leikur gegn Skotum í undanúrslitum en þrjú efstu liðin úr þessari deild komast upp í efstu deild á næsta ári. Austurríki og Wales mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni. Sigurliðin í undanúrslitum tryggja sér sæti í efstu deild – og sigurliðið í leiknum um þriðja sætið tryggir sér einnig keppnisrétt í efstu deild.
Veigar Heiðarsson lék á 69 höggum í dag eða -3. Hann lék á -4 í heildina (71-69) og var með 6. besta skorið í höggleiknum.
Gunnlaugur Árni Sveinsson lék á -1 í dag og samtals á -4 (69-71). Hann var með 6. besta skorið í höggleiknum.
Markús Marelsson lék á +3 í dag og samtals á +2 (71-75). Hann endaði í 18. sæti í höggleiknum.
Skúli Gunnar Ágústsson lék á +5 í dag og samtals á +3 (70-77). Hann varð í 26. sæti í höggleiknum.
Guðjón Frans Halldórsson lék á +9 í dag og samtals á +14 (77-81). Hann varð í 44. sæti í höggleiknum.
Hjalti Jóhannsson lék á +5 í dag og +15 samtals (82-77). Hann varð í 49. sæti í höggleiknum.
1. keppnisdagur:
Íslenska piltaliðið er í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á -2 samtals. Austurríki er á langbesta skorinu í efsta sæti á -22 og Skotar koma þar á eftir.
Gunnlaugur Árni Sveinsson lék á 69 höggum (-3) þar sem hann fékk sjö fugla (-1). Hann tapaði fjórum höggum með skramba (+) og tveimur skollum (+1). Gunnlaugur Árni er í 7. sæti.
Skúli Gunnar Ágústsson lék á 70 höggum eða -2. Skúli Gunnar fékk fimm fugla (-5) og þrjá skolla (+2). Skúli er í 10. sæti.
Veigar Heiðarsson lék á 71 höggi (-1). Veigar fékk fimm fugla (-1) og hann fékk fjóra skolla (+1). Veigar er í 14. sæti.
Markús Marelsson lék á 71 högg (-1). Hann fékk fimm fugla (-1) og fjóra skolla (+1). Markús er í 14. sæti.
Guðjón Frans Halldórsson lék á 77 höggum eða +5. Hann er í 44. sæti. Guðjón Frans fékk einn fugl (-1), fjóra skolla (+1) og einn skramba (+2).
Hjalti Jóhannsson lék á 82 höggum eða +10. Hann er í 57. sæti og skor hans taldi ekki á þessum hring.