Golfsamband Íslands

Evrópumót kvennalandsliða 2020 – langbesti árangur Íslands frá upphafi – Svíar meistarar

Kvennalandslið Íslands í golfi hóf leik þann 9. september á Evrópumóti áhugakylfinga. Að þessu sinni er keppt á Upsala golfvellinum í Svíþjóð.

Svíar hafa titil að verja á þessu móti en Spánverjar enduðu í öðru sæti þegar keppt var árið 2019.

Að þessu sinni eru aðeins fjórir leikmenn í hverju landsliði en að öllu jöfnu eru sex leikmenn í hverju liði. Fjöldi liða á EM að þessu sinni eru 12 þjóðir en að öllu jöfnu eru um 20 þjóðir sem taka þátt á EM – en Covid-19 ástandið í Evrópu hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum þjóðum hvað varðar þátttöku á EM 2020.

Íslenska liðið er skipað eftirfarandir leikmönnum: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ er liðsstjóri.

Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem að liðið lék á 221 höggi samtals eða +5. Ísland leikur því um sæti 1-8 og mætti liði Sviss í fyrstu umferð holukeppninnar. Sviss var með bestan árangur í höggleikum, -3, eða 213 högg.

Ísland endaði í 8. sæti – besti árangur frá upphafi

Kvennalandsliðið tapaði 3-0 gegn Spánverjum í leik um 7. sætið í dag í Svíþjóð. Ísland endaði því í 8. sæti sem er langbesti árangur Íslands frá upphafi.

Saga Traustadóttir og Andrea Bergsdóttir töpuðu 2/1 í fjórmenningsleiknum, Hulda Clara Gestsdóttir tapaði 4/2 og Heiðrún Anna Hlynsdóttir tapaði 6/5.

Lokastaðan:

1. Svíþjóð
2. Þýskaland
3. Danmörk
4. Sviss
5. Ítalía
6. Frakkland
7. Spánn
8. Ísland
9. Tékkland
10. Holland
11. Belgía
12. Slóvakía

Leikið um sæti 7-8 gegn Spánverjum

Íslenska liðið tapaði 3-0 gegn Ítalíu í 2. umferð. Hulda Clara Gestsdóttir og Heiðrún Anna Hlynsdóttir töpuðu 2/1 í fjórmenningnum, Saga Traustadóttir tapaði 8/7 og Andrea Bergsdóttir tapaði 4/3. Ísland mætir Spánverjum á laugardaginn í leik um 7.-8 sæti. Eins og áður segir er þetta nú þegar besti árangur hjá Íslendingum á EM frá upphafi á þessu móti í kvennaflokki.

Svíar og Þjóðverjar leika til úrslita á EM en þessar þjóðir enduðu í 5. og 7. sæti í höggleikskeppninni – en Þýskaland var aðeins einu höggi betri en íslenska liðið í höggleiknum.

Nánar um mótið hér, úrslit, rástímar og aðrar upplýsingar:

Leikið við Ítalíu í 2. umferð

Ísland mætir Ítalíu í 2. umferð riðlakeppninnar og hófst leikurinn snemma í morgun í Svíþjóð. Sigurliðið leikur um sæti 5-6 á EM en tapliðið leikur um sæti 7-8. Þær viðureignir fara fram á morgun, laugardaginn 12. september.

Hulda Clara Gestsdóttir og Heiðrún Anna Hlynsdóttir leika fjórmenning fyrir Ísland í dag en Saga Traustadóttir og Andrea Bergsdóttir leika í tvímenningsleikjunum.

Naumt tap gegn Sviss í 1. umferð.

Ísland tapaði afar naumlega fyrir Sviss í fyrstu umferð riðlakeppninnar og var ekki langt frá því að komast í undanúrslitaleikinn. Saga Traustadóttir og Andrea Bergsdóttir töpuðu með minnsta mun í fjórmenningnum þar sem að úrslitin réðust á lokaholunni. Það sama var uppi á teningnum hjá Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur sem tapaði einnig með minnsta mun á lokaholunni. Hulda Clara Gestsdóttir tapaði sínum leik 3/2.

Eins og áður segir er þetta besti árangur sem íslenska kvennalandsliðið hefur náð á Evrópumóti áhugakylfinga. Besti árangur Íslands var 15. sæti en Ísland mun leika um sæti 5-8. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hver verður mótherji Íslands á morgun í 2. umferð riðlakeppninnar.

Samkvæmt bestu heimildum er þetta í fyrsta sinn sem kvennalandslið Íslands leikur um sæti 1-8 á Evrópumóti áhugakylfinga í liðakeppni. Besti árangur Íslands fram til þessa var 15. sæti og það er ljóst að árangur Íslands er nú þegar sá besti frá upphafi.

Nánar um mótið hér, úrslit, rástímar og aðrar upplýsingar:

Lokastaðan í höggleiknum:

1. Sviss 213 högg (-3)
2. Frakkland 215 högg (-1)
3. Danmörk 216 högg (par)
4. Ítalía 216 högg (par)
5. Svíþjóð 218 högg (+2)
6. Spánn 218 högg (+2)
7. Þýskaland 220 högg (+4)
8. Ísland 221 högg (+5)
9. Tékkland 224 högg (+8)
10. Holland 231 högg (+15)
11. Slóvakía 231 högg (+15)
12. Belgía 234 högg (+18)

Skor íslenska liðsins:

Andrea Bergsdóttir 77 högg (+5)
Heiðrún Anna Hlynsdóttir 74 högg (+2)
Saga Traustadóttir 76 högg (+4)
Hulda Clara Gestsdóttir 71 högg (-1)
*Hulda Clara var með sjötta besta skor dagsins en besta skorið var hjá Paulin Bouchard Roussin frá Frakklandi, -4 eða 68 högg

Nánar um mótið hér, úrslit, rástímar og aðrar upplýsingar:

<strong>Frá vinstri Heiðrún Anna Saga Andrea og Hulda Clara MyndGB <strong>

Alls taka 12 þjóðir þátt. Belgía, Tékkland, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Ítalía, Holland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð og Sviss.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrsta keppnisdaginn er leikinn höggleikur, 18 holur. Þrjú bestu skorin telja hjá hverju liði og fjórða skorið telur ef liðin eru jöfn.

Átta efstu liðin eftir höggleikinn komast í A-riðil og keppa þar um Evrópumeistaratitilinn.

Liðin í sætum 9 -12 leika í B-riðli þar sem að leikin verður heil umferð eða þrír leikir hjá hverju liði.

Í riðlakeppninni er holukeppni á milli liða. Í hverjum leik er leikinn einn fjórmenningsleikur (foursome) og tveir tvímenningar (singles).

Upsala Golf Club var stofnaður árið 1937 og er 22. elsti golfklúbbur Svíþjóðar en alls eru 460 klúbbar í landinu. Á vellinum eru tveir 18 holu golfvellir. Á árunum 2008-2010 var eldri hluti vallarins endurgerður eftir hugmyndum frá Bob Kains golfvallahönnuði.

https://www.golf.is/wp-content/uploads/2020/09/video-1599565181.mp4
https://www.golf.is/wp-content/uploads/2020/09/video-1599565190.mp4
https://www.golf.is/wp-content/uploads/2020/09/video-1599565198.mp4
https://www.golf.is/wp-content/uploads/2020/09/video-1599565205.mp4
Exit mobile version