Efri röð frá vinstri: Ólafur Hreinn, Sigurbjörn, Ásgeir Jón, Halldór Ásgrímur, neðri röð frá vinstri Guðlaugur Kristjánsson, liðsstjóri, Tryggvi Valtýr og Jón Gunnar.
Auglýsing

Evrópumót landsliða í liðakeppni í karlaflokki 50 ára og eldri fer fram á Eistlandi dagana 30. ágúst – 3. september 2022. Keppnin fer fram á Estonian Golf & Country Club.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leikin er höggleikur fyrstu tvo dagana, 18 holur á dag. Fimm bestu skorin telja í höggleiknum í hverri umferð.

Ísland endaði í 15. sæti í höggleiknum og leikur því um sæti 9.-16. í B-riðli.

Mótherjar Íslands í fyrstu umferð var Finnland. Þar hafði Ísland betur 3-2.

Í 2. umferð tapaði Ísland gegn Austurríki 3,5 – 1,5.

Ísland mætti Belgíu í lokaumferðinni í leik og hafði þar betur 3-2 og endaði í 11. sæti.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu, skor og úrslit.

Alls eru 23 þjóðir sem taka þátt. Átta efstu liðin í höggleiknum leika í A-riðli í holukeppninni sem tekur við eftir höggleikinn.

Í A-riðli er keppt um Evrópumeistartitilinn og átta efstu sætin. Liðin í sætum 9.-16. eftir höggleikinn leika í B-riðli og liðin í sætum 17.-23. leika í C-riðli.

Landslið karla er þannig skipað og skor þeirra í höggleiknum:
Ásgeir Jón Guðbjartsson 84 – 88
Halldór Ásgrímur Ingólfsson 81 -79
Jón Gunnar Traustason 81 – 82
Ólafur Hreinn Jóhannesson 73 – 83
Sigurbjörn Þorgeirsson 77 – 74
Tryggvi Valtýr Traustason 74 – 83

Staðan eftir höggleikinn:

<strong>Efri röð frá vinstri Ólafur Hreinn Sigurbjörn Ásgeir Jón Halldór Ásgrímur <br>neðri röð frá vinstri Guðlaugur Kristjánsson liðsstjóri Tryggvi Valtýr og Jón Gunnar <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ