Site icon Golfsamband Íslands

Evrópumóti drengjalandsliða 2020 frestað

Golfsamband Evrópu, EGA, hefur tekið þá ákvörðun að fresta Evrópumóti drengjalandsliða (Jean-Louis Dupont Trophy).

Mótið átti að fara fram á dagana 19.-22. október á Parador De El Saler vellinum á Spáni.

Alls höfðu 18 þjóðir skráð sig til keppni en vegna Covid-19 ástandsins í Evrópu var ákveðið að fresta keppninni.

Þjóðirnar sem höfðu skráð sig til leiks eru: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, Eistland, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Ítalía, Holland, Noregur, Pólland, Rússland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Sviss,




Exit mobile version