Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/KPMG.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili. Keppnisdagskrá LPGA fyrir árið 2019 verður gefin út á allra næstu dögum.

Samkvæmt upplýsingum golf.is eru talsverðar líkur á því að Ólafía Þórunn fái á bilinu 7-10 mót á sterkustu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki.

Ólafía mun taka þátt á úrtökumótum fyrir nokkur mót á LPGA. Þau mót fara fram á mánudögum þar sem leiknar eru 18 holur og fá 2-3 efstu kylfingarnir keppnisrétt á næsta móti.

Ólafía Þórunn verður einnig með á nokkrum mótum á Symetra mótaröðinni – sem er næst sterkasta atvinnumótaröð hjá atvinnukonum í golfi í Bandaríkjunum.

Á stigalista LPGA er Ólafía Þórunn í kringum 200. sæti en 148 efstu er með með fullan keppnisrétt á LPGA á næstu leiktíð. Keppnisdagskrá LPGA verður mun þéttari en áður á árinu 2019. Það má því búast við því að margir kylfingar sem eru með fullan keppnisrétt hvíli á nokkrum mótum – og þar með opnast möguleikar fyrir þá kylfinga sem eru fyrir neðan sæti nr. 148 á stigalista LPGA.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ