GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Meðaldalsvöllur í Dýrafirði er einn af þeim völlum sem er áhugaverður kostur fyrir þá sem eru á ferðinni á Vestfjörðum.

Þar er ein glæsilegasta par 3 hola landsins, sú sjöunda, og óhætt að segja að sú braut sé ógleymanleg fyrir alla sem hana leika.

Um 130 metra löng hola þar sem slegið er yfir vatnstorfæru og stíflu en flatarstæðið er á stórkostlegum stað.

Vallarstæðið í Meðaldal er ákaflega skemmtilegt. Völlurinn er í fjölbreyttu landslagi og krefjandi holur víðsvegar á vellinum sem er níu holur og rétt um 5.100 metra langur af aftari teigum en 4.160 metrar af fremri teigum.

Golfklúbburinn Gláma var stofnaður árið 1991. Í bókinni Golf á Íslandi, eftir Steinar J. Lúðvíksson og Gullveigu Sæmundsdóttur, segir að Þröstur Sigtryggsson, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, hafi verið verið einn af aðalhvatamönnum að stofnun golfklúbbsins.

Meðaldalsvöllur er í um 5 km fjarlægð frá Þingeyri og er ekið framhjá flugvellinum til þess að komast að vellinum sem er einstakur á sinn hátt.

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing