Golfsamband Íslands

Fallegt umhverfi einkennir Bakkakotsvöll

Lokaholan á Bakkakotsvelli er falleg par 3 hola, stutt og gefur möguleika á fugli, en reynist samt sem áður erfið fyrir marga. Mynd/seth@golf.is

Bakkakotsvöllur hefur í gegnum tíðina alið af sér gríðarlega marga nýliða í golfíþróttinni. Margir hafa slegið sín fyrstu högg þar og fengið áhuga á íþróttinni í frábæru umhverfi í Mosfellsdalnum.

Bakkakotsvöllur er einn af tveimur völlum sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur til umráða.

„Stóri völlurinn“ er Hlíðavöllur sem er staðsettur í í Mosfellsbæ og er glæsilegur 18 holu golfvöllur við ströndina með óviðjafnanlegu útsýni yfir Faxaflóann.

Bakkakotsvöllur er í Mosfellsdal. Þar er að finna skemmtilegan 9 holu golfvöll í yndislegri náttúru. Vallarsvæðin sem GM hefur til umráða eru ólík en saman mynda þau skemmtilega heild. Reynt er að tryggja að vellirnir loki aldrei á sama tíma vegna mótahalds eða móttöku stærri hópa. Það þýðir að félagsmenn í GM eiga alltaf að eiga kost á að komast í golf þegar þeim hentar.

Lokaholan á Bakkakotsvelli er falleg par 3 hola stutt og gefur möguleika á fugli en reynist samt sem áður erfið fyrir marga Myndsethgolfis
Séð yfir flaggskipið á Bakkakotsvellinum sem er 9 hola vallarins Myndsethgolfis
Það var frábært veður þegar þessi kylfingur sló af 6 teig á Bakkakotsvelli Myndsethgolfis

Einkenni Bakkakotsvallar er fallegt umhverfi, stuttar brautir og mikill trjágróður. Í gegnum tíðina hefur mikið verið gróðursett á svæðinu og er Bakkakotsvöllur í sannkallaðri sveitasælu. Völlurinn er stutt frá ys og þys borgarinnar. Bakkakot er 2.051 metri og 9 holur af gulum teigum eða 4.102 metrar á 18 holum.

Flatirnar á Bakkakotsvelli eru frekar litlar og þarf því nákvæm innáhögg til að skora vel Hér er horft upp eftir 2 braut vallarins Myndsethgolfis
Gróður fjöll og fallegt umhverfi einkennir Bakkakotsvöll Hér má sjá 9 flötina Myndsethgolfis
Það er fín aðstaða í veitingasölunni á Bakkakotsvelli og vinsælt hjá smærri hópum og minni fyrirtækjum að halda mót á vellinum Myndsethgolfis

Það er þó ekki svo að auðvelt sé að skora völlinn vel af því hann er stuttur. Beita þarf mismunandi höggum og skipta staðsetningar miklu máli til að ná góðu skori. Flatir á vellinum teljast vera í minni kantinum og því þarf nákvæm högg til að koma sér í fuglafæri.

Mosfellskirkja gnæfir hér yfir kylfingum sem eru að yfirgefa 5 flötina á Bakkakotsvelli Kirkjan tilheyrir Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi og var hún vígð 4 apríl árið 1965 Myndsethgolfis

 

Exit mobile version