Fannar Ingi Steingrímsson, GHG.
Auglýsing

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis, hóf leik í gær á opna breska áhugamannamótinu fyrir kylfinga undir 18 ára aldri. Mótið á sér langa sögu en fyrst var keppt árið 1921 og er R&A í Skotlandi mótshaldari. Mótið fer fram á tveimur völlum í ár, á Muirfield og The Renaissance.

Fannar Ingi lék Murfield völlinn í gær á pari vallar eða 71 höggi og er hann í 20. sæti af alls 247 kylfingum sem taka þátt. Fannar leikur á  The Renaissance vellinum í dag.

Staðan:

Muirfield völlurinn í Skotlandi er einn sá þekktasti í veröldinni en Opna breska meistaramótið hefur farið fram á þeim velli alls 16 sinnum og síðast árið 2013 þegar Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson sigraði á því risamóti í fyrsta sinn á ferlinum.

The Renaissance völlurinn var opnaður árið 2008 og er í hópi 20 bestu golfvalla Skotlands samkvæmt vefsíðunni top100golfcourses.co.uk.

Mótið hófst þann 9. ágúst og því lýkur þann 14. ágúst. Það eru margir þekktir kylfingar sem hafa staðið uppi sem sigurvegarar á þessu móti. Má þar nefna Ronan Raferty (1979), Jose Maria Olazabal (1983) og Sergio Garcia (1997).

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ