Auglýsing

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Hilton 7. apríl kl. 9-15:30 undir yfirskriftinni Farsælt samfélag fyrir alla – tækifæri barna og ungmenna í íþróttastarfi.

Á ráðstefnunni verður leitast við að koma auga á þær áskoranir sem við enn stöndum frammi fyrir þegar kemur að jöfnum tækifærum allra barna til íþróttaiðkunar.

Þá munu fulltrúar notenda, íþróttafélaga, íþróttasambanda,  þjónustukerfi ríkis og sveitarfélaga vinna saman að mótun tillagna að aðgerðaáætlun um fulla þátttöku og virkni fatlaðs fólks á forsendum eigin getu.

Ráðstefnan er öllum opin og þátttaka er gjaldfrjáls. Skráning á málþingið.

Dagskrá:

08.30-09.00      Skráning.

09.00-09.10       Tækifæri til breytinga.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags og vinnumarkaðsráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.

09.10-09.25       Samþætting í starfi með börnum og ungmennum – hvers vegna er það mikilvægt?

Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar.

Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis.

09.25-09.45       Virk þátttaka í íþróttastarfi. Hvað er inngilding (inclusion)?- Hvaða sjónarhorn skipta máli?

Sunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnastjóri ungmennaráðs Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.      

09.45-10.15Börn og ungmenni í  íþróttastarfi – hverju getur það breytt?

Guðmundur Ingi Guðleifsson, fótboltamaður.

Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.

Hulda Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttakona og peppari.                                     

Hilmar Snær Örvarsson, skíðamaður.                                                  

Sólný Pálsdóttir, móðir.

Ludvig Guðmundsson, endurhæfingarlæknir og formaður læknaráðs Íþróttasambands fatlaðra.                            

10.15-10.35  Kaffi – Nútímafimleikar. Iðkendur frá Íþróttafélaginu Ösp.

10.35-10.55Hvar liggja tækifærin – hvað er hægt að gera til að auka virka þátttöku?

Umræðustjóri; Anna Karolína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og þróunarsviðs  Íþróttasambands fatlaðra.

Þátttakendur;  Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður Ungmennafélags Íslands.

10.55-11.30      Lausnagallerí – örkynningar- hvaða tækifæri sjá íþróttafélögin?

Sylvia Guðmundsdóttir, formaður Íþróttafélagsins Ægis, Vestmannaeyjum.

Kristinn Jónasson, körfuboltaþjálfari hjá Haukum í Hafnarfirði.

Eiríkur Helgason, hjólabrettamaður Akureyri.

Gréta Brands, knattspyrnuþjálfari barna hjá FH.

Gunnar Pétur Harðarson, einkaþjálfari og Melkorka Rán Hafliðadóttir, frjálsíþróttaþjálfari.

Eva Gunnarsdóttir, fimleikaþjálfari hjá Gerplu.

Hjördís Baldursdóttir og Hámundur Helgason íþróttastjórar hjá Keflavík og Ungmennafélagi Njarðvíkur.

11.30-12.05      Lausnagallerí – örkynningar um verkefni sem hafa skilað árangri.

Heilsuefling í Glaðheimum, Karitas S. Ingimarsdóttir, íþróttafræðingur.

Næring og íþróttir, Birna Varðardóttir, næringarfræðingur.

Íþróttabúnaður fyrir hreyfihamlaða, Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, Íþróttasamband fatlaðra.

Listdans á skautum,  Helga Olsen, þjálfari og kennari.

Körfubolti Special Olympics, Bára Fanney Hálfdánardóttir, sálfræðingur og þjálfari.

Lífsstíll og hreyfing á starfsbraut FB, Jóhann Arnarson, íþróttakennari.

Hreyfing og nám í Borgarhólsskóla, Elsa Skúladóttir, deildarstjóri stoðþjónustu og Þórgunnur Reykjalín, skólastjóri. 

12.05 – 12.15  Tökum flugið.  Magnús Orri  Arnarson, fimleikamaður. ,,Moa Produktion”.                                               

12.15 – 13.05   Matur og skemmtilegheit.

13.05 – 13.20   Hvað virkar í íþróttastarfi? – Hvað segja rannsóknirnar?

Dr. Ingi Þór Einarsson, Háskólinn í Reykjavík.                     

13.20 – 13.30 Hvernig leysum við verkefnin? – Nýsköpun í verklagi þegar margir koma að.

Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir, verkefnastjóri ráðgjafar hjá Múlaþingi.

13.30 – 14.40 Málstofur – tillögur að góðum fyrirmyndum/lausnum í íþróttastarfi – hópavinna.

Ráðstefnugestir skipa sér í lið þar sem mótaðar verða hugmyndir.  

Þema – Félagsþjónustan –  Hvað getur félagsþjónustan gert?

Þema – Menntakerfið –  Hvað getur menntakerfið gert?

Þema – Íþróttahreyfingin- Hvað getur íþróttahreyfingin gert?

Þema – Heilbrigðiskerfið – Hvað getur heilbrigðisþjónustan gert?

14.40 – 15.10 Hvert förum við – næsti áfangi.

Yfirferð á næstu áföngum. Þór Garðar Þórarinsson, sérfræðingur í félags- og

 vinnumarkaðsráðuneytinu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ