Golfsamband Íslands

„Fata- og skósöfnun fyrir Úkraínu“ – Kylfingar styðja við Úkraínubúa

Áttu auka léttan en hlýjan útivistarfatnað sem þú mættir missa til góðs málefnis?

Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur fyrir söfnun á því sem nýtist einna helst á þeim svæðum sem eru hvað verst úti vegna átaka. Golfsamband Úkraínu óskaði nýverið eftir því að Golfsamband Íslands myndi leggja söfnunni lið.

Fésbókarsíða Félags Úkraínumanna er hér:

Félagið óskar helst eftir flíspeysum, léttum útivistarúlpum og léttum skóm (ýmist íþróttaskór eða léttir gönguskór, helst í stórum stærðum).

Einnig er óskað eftir tjöldum, svefnpokum og léttum dýnum sem auðvelt er að rúlla saman.

Golfsamband Íslands leggur eins og áður segir söfnunni lið í samstarfi við Golfsamband Úkraínu sem mun aðstoða við dreifingu frá landamærunum frá Póllandi.

Tekið er á móti varningi vestanmeginn í Holtagörðum 10.



Þriðjudaginn 8. mars 17-22,

Miðvikudaginn 9. mars 10-22

Fimmtudaginn 10. mars 10-22


Fyrirtækið TrackMan hefur einnig sett af stað í samstarfi við fjölmarga aðila söfnun á heimsvísu.

#GolfersForUkraine

Smelltu hér ef þú vilt leggja málefninu lið. https://golfersforukraine.com/

Markmiðið er að safna fyrir starf UNICEF í Úkraínu.

Á meðal þeirra sem styðja við bakið á verkefninu eru PGA TOUR, European Tour og R&A.

Nú þegar hafa umtalsverðar upphæðir verið lagðar í þessa söfnun frá kylfingum víðsvegar um veröldina.

Exit mobile version