/

Deildu:

Haraldur Franklín Magnús á teig í Suður-Afríku. Mynd/IGTTour
Auglýsing

Fimm íslenskir kylfingar hófu leik 2. mars á Nordic Golf League mótaröðinni á Spáni. Mótaröðin er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu.

Keppt er á tveimur völlum á PGA Catalunya golfsvæðinu rétt við borgina Girona

Mótið heitir Camiral Golf & Wellness Championship og er á Nordic Golf League mótaröðinni – en flest mótin á þessari mótaröð fara fram í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Mótinu lýkur 4. mars.  

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á mótinu sem fram fer 2. -4. mars 2023.

Smelltu hér fyrir keppnisdagskrá Nordic Golf League á árinu 2023.

Keppnisvellirnir eru tveir á þessu móti, Stadium Course sem er par 72 og Tour Course sem er par 71.

Haraldur Franklín Magnús, GR, er efstur þessa stundina en hann lék fyrsta hringinn á 66 höggum eða 6 höggum undir pari.  

Andri Þór Björnsson, GR, Axel Bóasson, GK, Elvar Kristinsson, GR, og Hákon Örn Magnússon, GR, eru einnig á meðal keppenda. 

Á Nordic Golf League mótaröðinni gefst tækifæri til þess að komast inn á Challenge Tour, Áskorendamótaröðina, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson hafa allir komist inn á þá mótaröð með góðum árangri á Nordic Golf League mótaröðinni.

Fimm efstu á stigalista Nordic Golf League í lok tímabilsins fá keppnisrétt á Challenge Tour – og einnig er hægt að tryggja sér keppnisrétt á þeirri mótaröð með því að sigra á þremur eða fleiri mótum á Nordic Golf League. Þeir keppendur sem enda í sætum 6-10 á stigalista mótaraðarinnar fá takmarkaðan keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ