Fimm íslenskir atvinnukylfingar taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi á næstunni. Keppt er á átta mismunandi stöðum í Evrópu á 1. stig úrtökumótsins.
Um 700 kylfingar taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins og um 25% þeirra komast inn á 2. stigið. Þeir sem komast í gegnum 2. stig úrtökumótsins keppa síðan á lokaúrtökumótinu í nóvember.
Nánar má lesa um úrtökumótin hér.
Ólafur Björn Loftsson (GKG) og Haraldur Franklín Magnús (GR) keppa í Austurríki og fer það mót fram dagana 18.-21. september. Keppnin fer fram á Golf Club Schloss Ebreichsdorf.
Nánar um mótið í Austurríki hér:
Andri Þór Björnsson (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) keppa á Englandi dagana 25.-28. september. Keppnin fer fram á Frilford Heath vellinum.
Nánar um mótið á Englandi hér:
Axel Bóasson (GK) keppir í Portúgal dagana 9.-12. október. Keppt er á Bom Sucesso, Óbidos vellinum.
Nánar um mótið í Portúgal hér: