Í dag fer fram undankeppni fyrir Íslandsmótið í golfi á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Þar eiga þátttökurétt leikmenn á biðlista Íslandsmótsins í golfi sem skráðu sig til keppni í undankeppninni fyrir kl. 23:59 fimmtudaginn 21. júlí.
Í Íslandsmótið skráðu 161 sig til keppni, 1 keppandi náði ekki forgjafarmörkum og 10 kylfingar fengu boð um að taka þátt í undankeppni.
Alls eru fimm keppendur sem taka þátt og leika þeir um tvö laus sæti á keppendalista Íslandsmótsins 2022 sem fram fer í Vestmannaeyjum dagana 4.-7. ágúst. Þeir þrír sem komast ekki áfram eftir undankeppnina í dag eru í þremur fyrstu sætunum á biðlista fyrir Íslandsmótið.
Keppnin er 18 holu höggleikur án forgjafar og leikið er af teigum 58.
Tvö lægstu skor í keppninni veita þátttökurétt í Íslandsmótinu í golfi 2022.
Mikill áhugi er á Íslandsmótinu í golfi 2022 hjá afrekskylfingum landsins og er þetta þriðja árið í röð þar sem að færri komast að en vilja í mótið.
Keppendurnir fimm sem keppa um tvö laus sæti á Íslandsmótinu í dag eru:
Guðmundur Snær Elíasson, GKG 5,3 í forgjöf.
Halldór Viðar Gunnarsson, GR 4,4 í forgjöf.
Hjalti Jóhannsson, GK 5,3 í forgjöf.
Birkir Thor Kristinsson, GK 5,3 í forgjöf.
Kristinn Óskar Sveinbjörnsson, GM 4,4 í forgjöf.
Smelltu hér fyrir úrslit og stöðu í undankeppninni á Urriðavelli.