Golfsamband Íslands

Fjölgun félaga í Öndverðarnesi – 37% aukning á spiluðum hringjum

Frá Öndverðarnesi.

Mikil lækkun á félagsgjöldum fyrir aldurshópinn 21-25 ára – velta GÖ jókst um 35% – fjögurra milljóna kr. hagnaður af rekstri

Aðalfundur GÖ var haldinn 2. desember.  Fram kom í skýrslu stjórnar að spilaðir voru 37% fleiri hringir á Öndverðarnesvelli en árið áður.  511 félagar eru í GÖ og fjölgaði þeim um 3% milli ára.  

Eftir að golfsumrinu lauk hafa verið miklar framkvæmdir í gangi.  Unnið er að breytingum á 1. og 11.braut og lýkur þeim snemma í vor.  Á fundinum var kynnt nýtt vallarmat sem unnið var af vallarmatsnefnd GSÍ í haust. Leikforgjöf breytist mismunandi eftir teigum en hún hækkar að jafnaði um 2-3 frá því sem var síðasta sumar.
Rekstur klúbbsins gekk vel á árinu.  Velta klúbbsins jókst um 35% milli ára og var liðlega 41 milljón kr og rúmlega 4 miljóna kr hagnaður varð af rekstrinum.

Stjórn klúbbsins var endurkjörin en hana skipa Aðalsteinn Steinþórsson formaður, Guðjón Snæbjörnsson, Guðlaug Þorgeirsdóttir, Hannes Björnsson og Knútur Hauksson.  Í varastjórn eru Þórhalla Arnardóttir og Þórir Baldvin Björgvinsson.

[quote_box_center]Fundurinn samþykkti að hækka árgjöld að jafnaði um 6%.  Samþykkt var að hækka gjald einstaklinga óverulega og nýtt árgjald ungmenna 21-25 ára var ákveðið 20.000 kr sem er umtalsverð lækkun eða 1/3 af því sem þessi aldurshópur greiddi áður. Öll ungmenni á aldrinum 16-25 ára greiða því einungis 20.000 í árgjald en gjald fyrir börn 15 ára og yngri er innifalið í hjóna- og fjölskyldugjaldi sem verður 95.000 kr á næsta ári.[/quote_box_center]

 

Frá Öndverðarnesi.
Frá Öndverðarnesi.
Exit mobile version