DCIM100MEDIADJI_0554.JPG
Auglýsing

Alls eru sjö keppendur sem tengjast íslenskum golfklúbbum á ECCO Tour Polish Masters mótinu sem hófst í gær á Sand Valley golfsvæðinu í Póllandi. Mótið er hluti af Nordic Golf League sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu. 

Mótið er það fyrsta af þremur sem fram fer á þessum golfvelli á næstu dögum. 

Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson, Bjarki Pétursson, Hlynur Bergsson,, Kristófer Orri Þórðarson og Ragnar Garðarsson eru allir úr GKG og Kristófer Karl Karlsson er úr GM. 

Aron, Sigurður Arnar og Bjarki eru ofarlega á skortöflunni en leiknir eru þrír keppnishringir á þremur dögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag. 

Smelltu hér fyrir stöðu, rástíma og úrslit í þessu móti.   

Smelltu hér fyrir stigalistann á Nordic Golf League 2024:

Aron Bergsson og Hákon Harðarson er einnig á meðal keppenda. Aron hefur keppt undir merkjum GKG á Íslandi en hann er búsettur í Svíþjóð og keppir fyrir Hills golfklúbbinn þar í landi. Hann er bróðir Andreu Bergsdóttur sem hefur verið að gera það gott í bandaríska háskólagolfinu að undanförnu. Hákon hefur keppt undir merkjum GR hér á landi hann er búsettur í Danmörku og leikur fyrir danska golfklúbbinn Royal Golf Klub.  

Eins og áður segir er þetta fyrsta mótið af alls þremur sem verða í Póllandi. Fyrsta mótið fer fram dagana 7.-9. apríl, næsta mót fer fram dagana 11.-13. apríl og þriðja mótið fer fram dagana 15.-17. apríl.  

Það er að miklu að keppa á Nordic Golf League. Þeir keppendur sem ná að sigra á þremur mótum á tímabilinu fá keppnisrétt á Challenge Tour – Áskorendamótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki. Fimm efstu sætin á stigalistanum gefa einnig keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili – en heildarfjöldi kylfinga sem fá keppnisrétt á Challenge mótaröðinni er 5.

Haraldur Franklín Magnús, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafa allir farið þessa leið til þess að öðlast keppnisrétt á Challenge Tour. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ