Auglýsing

„Golfdagurinn á Vesturlandi“ fór fram s.l. fimmtudag þar sem að gestum var boðið upp á skemmtilega kynningu á golfíþróttinni undir handleiðslu PGA kennara.

Viðburðurinn fór fram á Víkurvelli hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi. Golfdagurinn á Vesturlandi var fyrsti hlutinn í samstarfsverkefni GSÍ, KPMG, PGA, R&A en slíkir dagar verða haldnir víðsvegar um landið á næstu vikum.

Á Víkurvelli var boðið upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna og va tekið á móti gestum við golfskálann. Fjölmargir nýttu sér þetta frábæra tækifæri til þess að kynnast golfíþróttinni. PGA kennarnir Guðmundur Daníelsson og Grétar Eiríksson settu upp skemmtilegar þrautabrautir fyrir þátttakendur – ásamt því að fara yfir helstu grunnatriði golfsveiflunnar.

Boðið upp á grillveislu fyrir gesti og má með sanni segja að fyrsti „Golfdagur GSÍ, KPMG og PGA“ hafi heppnast vel.

Samhliða Golfdeginum fengu nokkir áhugasamir einstaklingar leiðbeiningar frá PGA kennurunum hvað varðar uppsetningu og framkvæmd einfaldra leikjanámskeiða. Markmiðið með þeirri fræðslu er að skilja eftir þekkingu til þess að efla innra starf golfklúbba á svæðinu þar sem að PGA kennarar eru ekki til staðar.

Hér má sjá myndasyrpu frá Golfdeginum á Vesturlandi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ