Kylfingar á SV-horni landsins hafa úr nokkrum mótum að velja yfir páskahátíðina.
Á Skírdag eru tvö opin mót á dagskrá. Um 80 kylfingar eru skráðir til leiks í texas scramble mót hjá Golfklúbbi Sandgerðis á Kirkjubólsvelli. Svipaður fjöldi er skráður til leiks í Páskamót hjá Golfklúbbi Suðurnesja á Skírdag.
Laugardaginn 31. mars verður annað mót hjá GS og eru rúmlega 110 kylfingar skráðir til leiks. Þrjú önnur mót eru á dagskrá 31. mars.
Á Hellishólum er opið mót, hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar er innanfélagsmót en þar hafa félagsmenn leikið á 25 vetrarmótum í vetur. Í Vestmannaeyjum er Páskamót, og fer það einnig fram laugardaginn 31. mars.
Fjölmargir golfvellir eru opnir víðsvegar um landið. Hægt er að skoða stöðu mála í töflunni neðst í þessari frétt.