Golfsamband Íslands

Fjör og tilþrif á Áskorendamótaröðinni í Korpu

Keppt var á Áskorendamótaröð Íslandsbanka laugardaginn 2. júní á Korpúlfsstaðavelli.

Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Í mótslok var öllum keppendum boðið í pylsuveislu samhliða verðlaunaafhendingu.  Allir keppendur fengu viðurkenningu fyrir að taka þátt og veitt eru verðlaun fyrir efstu sætin.

Myndir frá mótinu má sjá hér: 

Og í fullri upplausn á myndavef GSÍ. 

Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans.

Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.

Helstu atriði sem lagt er upp með á Áskorendamótaröðinni eru:

Ræst er út samtímis af öllum teigum. Leikfyriromulagið er höggleiks afbrigði: eftir 9 högg er skylda að taka upp og skrifa 10 högg.

Fallreitur er flatarmegin þegar slegið er yfir vatnstorfæru. Ef bolti týnist er lausnin eins og um hliðarvatnstorfæru væri að ræða. Eitt högg í víti þar sem boltinn fór inn í runna eða þ.h. og leikið áfram. Mótið er ekki stigamót Þeim kylfingum sem kjósa að leika til forgjafar er heimilt að flytja sig upp um flokk. Þeir kylfingar sem leika í flokki 10 ára og yngri leika ekki til forgjafar.


Úrslit úr 9 holu mótinu:

12 ára og yngri

Piltar:

  1. Jón Gunnar Kanishka Shiransson, GÍ – 51 högg.
  2. Eyþór Sturla Jóhannsson, GKG – 58 högg
  3. Leó Róbertsson, GM – 60 högg


Stúlkur:

1. Elísabet Ólafsdóttir, GR – 56 högg
2. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG – 57 högg
3.-4. María Rut Gunnlaugsdóttir, GM – 58 högg
3.-4. Lára Dís Hjörleifsdóttir, GK – 58 högg


10 ára og yngri

Stúlkur:
1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR – 45 högg
2. Ágústa María Valtýsdóttir, GR – 51 högg
3.-4 Vala María Sturludóttir, GL – 52 högg
3.-4. Lilja Dís Hjörleifsdóttir, GK – 52 högg

Piltar:
1.-2. Kári Siguringason, GS – 44 högg
1.-2. Hjalti Kristján Hjaltason, GR – 44 högg
3. Skarphéðinn Óli Önnu Ingason, GS – 50 högg

Úrslit úr 18 holu móti

*Mótið verður gert upp til forgjafar á golf.is mánudaginn 4. júní. Ekki var hægt að gera mótið upp á laugardaginn. Skor keppenda verður skráð inn á golf.is og úrslitin voru handreiknuð að þessu sinni.

14 ára og yngri

Stúlkur:

  1. Birna Rut Snorradóttir GA – 100 högg
  2. Ester Amíra Ægisdóttir GK – 102 högg

3.-4. Auður Bergrún Snorradóttir GA – 110 högg
3.-4.  Kara Líf Antonsdóttir GA – 110 högg

Piltar:

  1. Gunnar Kári Bragason GOS – 86 – högg
  2. Heiðar Steinn Gíslason NK – 89 högg
  3. Magnús Ingi Hlynsson GKG – 90 högg

15 – 18 ára

Stúlkur:

  1. Vala Guðrún Dolan Jónsdóttir, GOS – 107 högg

Piltar:

1.-2. Sævar Atli Veigsson, GK – 96 högg
1.-2. Atli Fannar Johansen, GK – 96 högg

 

Myndir frá mótinu má sjá hér: 

Og í fullri upplausn á myndavef GSÍ. 

Myndir frá mótinu má sjá hér: 

Og í fullri upplausn á myndavef GSÍ. 

Myndir frá mótinu má sjá hér: 

Og í fullri upplausn á myndavef GSÍ. 

Myndir frá mótinu má sjá hér: 

Og í fullri upplausn á myndavef GSÍ. 

Myndir frá mótinu má sjá hér: 

Og í fullri upplausn á myndavef GSÍ. 

Exit mobile version