/

Deildu:

Auglýsing

Fjórar breytingar verða á stjórn GSÍ sem kjörin var einróma á þingi golfsambandsins sem lauk í gær í Laugardalshöll. Haukur Örn Birgisson verður forseti GSÍ en hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2013.

Aðrir í stjórn GSÍ eru: Eggert Ágúst Sverrisson, Kristín Guðmundsdóttir, Gunnar K. Gunnarsson, Hansína Þorkelsdóttir, Bergsteinn Hjörleifsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón B. Stefánsson, Jón Steindór Árnason, Hulda Bjarnadóttir og Hörður Geirsson.

Þau fjögur síðastnefndu eru ný í stjórn GSÍ. Helgi Anton Eiríksson, Jón Júlíus Karlsson, Rósa Jónsdóttir og Theodór Kristjánsson gengu úr stjórninni.

Haukur forseti þakkaði þeim sem stjórnarmönnum sem gengu úr stjórn GSÍ kærlega fyrir sitt framlag til golfíþróttarinnar.

Öll gögn frá golfþinginu má nálgast hér: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ