Haukur Örn Birgisson og Hörður Þorsteinsson.
Auglýsing

Fjórir aðilar fengu gullmerki Golfsambandsins fyrir störf sín og vinnu í þágu golfíþróttarinnar á þingi Golfsambandsins sem fram fór á laugardaginn. Þau sem fengu gullmerkið eru Páll Ketilsson, Gylfi Kristinsson, Bergþóra Sigmundsdóttir og Hörður Þorsteinsson.

Páll var ritstjóri Golf á Íslandi í 14 ár og sagði Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ að fáir aðilar hefðu stuðlað betur að því að koma golfíþróttinni á framfæri í fjölmiðlum á undanförnum árum og áratugum. Gylfi og Bergþóra gáfu ekki kost á sér í stjórn GSÍ og fengu þau gullmerki fyrir störf sín í þágu GSÍ á undanförnum árum. Hörður Þorsteinsson lætur að störfum sem framkvæmdastjóri GSÍ um næstu áramót eftir 16 ára starf. Hörður fékk dynjandi lófatak frá þingfulltrúum, sem risu úr sætum, þegar hann fékk gullmerkið frá Hauki forseta.

Jón Július Karlsson óskar Gylfa Kristinssyni til hamingju með gullmerki GSÍ.
Jón Július Karlsson óskar Gylfa Kristinssyni til hamingju með gullmerki GSÍ

Sjálfboðaliði ársins var valinn og að þessu sinni var það Viktor Elvar Viktorsson úr Leyni sem var mótsstjóri Íslandsmótsins sem fram fór á Garðavelli á Akranesi í sumar. Viktor sagði að hann tæki við þessari viðurkenningu fyrir hönd allra sjálfboðaliða Leynis sem lögðu hönd á plóginn.

Viktor Elvar Viktorsson.
Viktor Elvar Viktorsson
Bergþóra Sigmundsdóttir og Haukur Örn Birgisson.
Bergþóra Sigmundsdóttir og Haukur Örn Birgisson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ