/

Deildu:

Símamótið 2016
Andri Þór Björnsson, GR og Theodór Emil Karlsson, GM.
Auglýsing

GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust allir áfram af 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Alls komust 23 efstu kylfingarnir áfram og var Guðmundur Ágúst í 23. sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Andri Þór Björnsson endaði í 8. sæti og Haraldur Franklín í 18. sæti.

Skorið á Frilford Heath á Englandi:

Andri Þór lék lokahringinn á -4 eða 68 höggum og endaði hann á -4 samtals, Haraldur Franklín var á pari vallar á lokahringnum og -2 samtals. Guðmundur Ágúst lék eins og áður segir á 67 höggum eða -5 þegar mest á reyndi og endaði hann á pari vallar.

Þetta er í fyrsta sinn sem þríeykið úr GR tekur þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Alls reyndu 8 íslenskir karlkylfingar sig við 1. stig úrtökumótsins og komust fjórir þeirra áfram og eru þeir allir úr GR. Þórður Rafn Gissurarson, Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín.

Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Axel Bóasson og Pétur Freyr Pétursson komust ekki áfram eftir 1. stigið.

2. stig úrtökumótsins fer fram á fjórum keppnisvöllum dagana 4.-7. nóvember á Spáni.

Keppt er á eftirtöldum völlum:

Panoramica Golf & Sport Resort, Castellón.
Lumine Golf & Beach Club, Tarragona.
Las Colinas Golf & Country Club, Alicante.
Campo de Golf El Saler,Valencia.

 

screen-shot-2016-10-07-at-1-02-50-pm

screen-shot-2016-10-07-at-1-18-21-pm
screen-shot-2016-10-07-at-12-59-44-pm

Skorið á Frilford Heath á Englandi:

 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/seth@golf.is
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Myndsethgolfis
Haraldur Franklín Magnús sigraði á Nýherjamótinu í fyrra. Mynd/seth@golf.is
Haraldur Franklín Magnús sigraði á Nýherjamótinu í fyrra Myndsethgolfis

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ