Site icon Golfsamband Íslands

Fjórir kylfingar efstir og jafnir í karlaflokki á Securitasmótinu

Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta keppnisdaginn í karlaflokki á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni. Mótið, sem fram fer í Grafarholti, er jafnframt lokamót tímabilsins og er keppt um GR-bikarinn. Að miklu er að keppa þar sem að heildarverðlaunaféð er um tvær milljónir og sigurvegarinn fær 250.000 kr. í verðlaunafé ef hann er atvinnukylfingur. Stigameistarinn fær þar að auki 500.000 kr. í sinn hlut ef hann er atvinnukylfingur.

Staðan:

Arnór Ingi Finnbjörnsson (GR), Axel Bóasson (GK), Þórður Rafn Gissurarson (GR) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) eru allir jafnir á -3 eftir fyrsta hringinn. Alls léku 13 kylfingar á pari vallar eða undir pari og er útlit fyrir mjög spennandi keppni á næstu tveimur keppnisdögum. Fjórir erlendir atvinnukylfingar taka þátt og eru tveir þeirra á meðal þeirra efstu eftir fyrsta hringinn.

Magnús Lárusson úr GJÓ gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 1. holu Grafarholtsvallar en þar setti hann boltann ofaní holuna af um 300 metra færi.

Staðan hjá efstu kylfingum í karlaflokki:

1. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 68 högg -3
2. Axel Bóasson, GK 68 högg -3
3. Þórður Rafn Gissurarson, GR 68 högg -3
4. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 68 högg -3
5. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 69 högg -2
6. Richard O’Donovan, Írland 70 högg -1
7. Haraldur Franklín Magnús, GR 70 högg -1
8. Liam Robinson, England 70 högg 70 högg -1
9. Ari Magnússon, GKG 71 högg par
10. Bernhard Reiter, Austurríki 71 högg par
11. Stefán Már Stefánsson, GR 71 högg par
12. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 71 högg par
13. Ólafur Björn Loftsson, GKG 71 högg par


Exit mobile version