Site icon Golfsamband Íslands

Forgjafarkerfið uppfært

Ný uppfærð og endurskoðuð útgáfa af forgjafarkerfinu tók gildi 1. janúar 2024. Frekar litlar breytingar verða á kerfinu frá því sem var en hér fyrir neðan helstu breytingarnar.

Breyting hvað varðar þá aðferð sem notuð er við meðhöndlun 9 holu skora og vegna holna sem ekki eru leiknar á umræddum golfhring. Nýja aðferðin skilar meiri nákvæmni hvað varðar að áætla hvaða skori leikmaður hefði náð á þessum holum.

Nýjar leiðbeiningar fyrir mótsstjórnir í sérstökum golfmótum varðandi skilyrði fyrir þátttöku. Þetta gefur þeim heimild til að krefjast afrits af skoryfirliti og bera saman mismunandi skor. Þessi skýring hefur áður verið gefin út.

Lágmarkslengd golfvalla sem samþykktir verða til vallarmats og vægis verður minnkuð úr 2.745 metrum í 1.370 metra fyrir 18 holur og úr 1.370 metrum í 685 metra fyrir 9 holur. Þessi breyting opnar á styttri velli eins og Ljúfling, Sveinkotsvöll og fleiri sem hægt verður að skila inn forgjafarhringjum þegar vallarmat liggur fyrir. Eins bíður þetta upp að möguleika að gera styttri teiga á lengri völlum sem gilda þá til forgjafar.

Allar nánari upplýsingar um forgjafarkerfið má finna á whs.com

Hér má skoða reglurnar á ensku en íslensk útgáfa verður aðgengileg með vorinu.


Exit mobile version