Forgjafarreglur

Á árinu 2020 voru sex forgjafarkerfi sameinuð í eitt fyrir allan heiminn. Reglurnar kallast á ensku World Handicap System (WHS). Reglurnar hafa nú verið uppfærðar í fyrsta skipti og mun sú uppfærsla taka gildi á Íslandi í síðasta lagi 1. apríl árið 2024.

World Handicap System (WHS) á Íslandi

WHS er til í evrópskri útgáfu sem í sumum tilvikum er ólík útgáfum sem eru notaðar í öðrum löndum. Það er hægt að finna atriði í evrópsku útgáfunni sem ekki eru til staðar í öðrum útgáfum og öfugt. Það er því mikilvægt að hafa í huga að „forgjafarreglunar“ eru ekki nákvæmlega eins í öllum löndum. Íslenska útgáfan af reglunum er þýðing á evrópsku útgáfunni með aðlögun að okkar golfmenningu. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða reglurnar á ensku. Unnið er að íslenskri þýðingu.

Helstu atriðin í reglunum

  • Forgjöfin þín er meðaltal 8 lægstu skormismuna síðustu 20 forgjafarhringja.
  • Allir, óháð forgjöf geta skilað inn skori til forgjafar hvort sem það er almennur golfleikur eða keppnishringur yfir 9 eða 18 holur.
  • Hringir sem eru 10-17 holur geta líka verið til forgjafar í einhverjum tilfellum.
  • Hámarks forgjöf er 54.
  • Þú skráir bara skorið holu fyrir holu og GolfBox reiknar út leiðrétt brúttó skor og forgjöf fyrir þá umferð.
  • Allir hringir sem þú leikur gilda til forgjafar að því gefnu að ritari staðfesti skorið. Þú þarft ekki að tilkynna ritara áður að þú ætlir að leika til forgjafar.
  • Ef þú ætlar ekki að leika til forgjafar þá þarftu að tilkynna þeim sem þú leikur með í hollinu á 1. teig áður en allir hefja leik.
  • Með því að skrá alla hringi í GolfBox mun forgjöfin þín endurspegla rétta getu.
  • Forgjöfina er hægt að bera saman við kylfinga frá öllum heimshornum. Reglurnar gera þér fært að nota forgjöfina á hvaða golfvelli sem er í heiminum og keppa eða leika golfhring sér til skemmtunar með hverjum sem er á heiðarlegum og jöfnum forsendum.
  • Hér á íslandi er gerð krafa um kylfingar séu virkir meðlimir í golfklúbbi til að hafa forgjöf.

Spurt og svarað

Hér að neðan finnur þú svör við nokkrum algengum spurningum um forgjafarreglurnar. USGA, R&A og EGA eru sameiginlegt stjórnvald forgjafarkerfisins og ábyrg fyrir því. 

Spurningar um sjálfar forgjafarreglurnar og reikniaðferðir

Sem leikmaður skaltu hafa samband við forgjafarnefndina í þínum heimaklúbbi. Allir klúbbar hafa forgjafarnefnd sem leiðbeinir þér og sér til þess að allir meðlimir (sem eru með viðkomandi klúbb sem heimaklúbb) séu með rétta forgjöf og séu ekki að hagræða henni. Upplýsingar um tengilið fyrir forgjafarnefnd í þínum heimaklúbb finnur þú á heimasíðu klúbbsins.

Golfklúbbur eða forgjafarnefnd getur einnig haft spurningar varðandi forgjafarmál. Þær sendist til forgjof(at)golf.is ef það eru einhverjar spurningar sem ekki er hægt að finna svör við á þessum síðum.

 

Forgjöfin þín verður meðaltal 8 lægstu skormismuna af síðustu 20 hringjum, sem skráð er á skoryfirlit. Það eina sem þú þarft að gera er að leika hringinn og skrá inn í GolfBox að leik loknum og helst sama dag og hringurinn var leikinn. Útreikningurinn fer fram í GolfBox sem finnur út hvort þessi hringur hafi áhrif á forgjöf og uppfærir á miðnætti. Þú getur séð næsta dag hvort forgjöfin hafi breyst eftir hringinn.

 

Meðaltalið er reiknað út frá því sem kallast “Skormismunur” (Score Differential) sem er munurinn á leiðréttu brúttó skori og vallarmati að teknu tilliti til vægis og útreiknings leikaðstæðna (PCC). Þú þarft ekki að reikna neitt út því GolfBox gerir það fyrir þig þegar þú hefur slegið inn skorið þitt holu fyrir holu.

Hér fyrir neðan dæmi um kylfing sem er með 21.6 í forgjöf en skilaði inn hring upp á 19.1 í forgjöf, þá mun sá hringur vera notaður til forgjafarútreiknings sem einn af síðustu 20 hringjum.

Ef leikformið leyfir að þú megir taka upp boltann er svarið já.

Það leikform sem gildir til forgjafarútreiknings er eintaklings höggleikur og punktakeppni. Á leiknum hring þá leikur þú bæði vel og illa á mismunandi holum og ef þú hefur ekki leikið holuna á betra skori en „nettó tvöföldum skolla“ (sem er hæsta skor á holu sem notað er við forgjafarútreikning) getur þú tekið boltann upp. ATH. Ef leikið er í keppni t.d. brúttó höggleik, nettó höggleik, hámarksskor eða punktakeppni skaltu hafa samband við mótsstjórn um hvaða reglur gilda.

Nettó tvöfaldan skolla á holu finnur þú einfaldlega á eftirfarandi hátt: Par holunnar + þín forgjafarhögg á holuna + 2.

Sjá nánari upplýsingar um nettó tvöfaldan skolla og leiðrétt brúttóskor í skýringum hér að neðan.

Forgjöfin þín verður og getur bara verið reiknuð út af tölvukerfi GSÍ. Ef þú hefur sérstakan áhuga á að kynna þér þær reiknireglur og skilgreingar á hugtökum þá eru þær hér:

Skormismunur Munurinn á leiðréttu brúttó skori leikmanns og vallarmati að teknu tilliti til vægis og útreiknings leikaðstæðna (PCC). Þetta er tölulegt gildi í samræmi við skor eftir leik á golfvelli á ákveðnum degi sem er skráð í skoryfirlit leikmanns.

Í höggleik: Skormismunur = (113 ÷ vægi) x (leiðrétt brúttó skor – vallarmat – leiðréttinga vegna leikaðstæðna)

Punktar: Skormismunur = (113 ÷ vægi) x (par + vallarforgjöf – (fengnir punktar – 36) – vallarmat – leiðrétting vegna leikaðstæðna)

Skilgreiningar

Forgjöf

Mælikvarði á getu leikmanns til að leika golfvöll með eðlilegu erfiðleikastigi og því reiknað út frá vægi golfvallar með vægi 113.

Lágforgjöf

Lægsta forgjöf sem leikmaður hefur fengið á síðasta 12 mánaða tímabili miðað við þann dag sem nýjasta skor skráð á skoryfirlit var leikið.

Leiðrétt brúttó skor

Brúttó skor leikmanns ásamt mögulegum vítishöggum sem síðan er leiðrétt vegna þess að: Leikmaður leikur á fleiri höggum en hámarksskor hans á holunni eða hola er ekki leikin eða byrjað er að leika holu,sem leikmaður lýkur ekki.

Nettó skrambi

Skor sem er par holunnar að viðbættum tveimur höggum,sem er leiðrétt með forgjöf viðkomandi á holuna. Nettó skrambi er hámarksskor á holu, sem leikin er til forgjafar.

Vallarmat

Erfiðleikastig golfvallar fyrir “scratch” leikmann við eðlilegar vallar-og veðuraðstæður.

Vægi golfvallar

Mælikvarði á erfiðleika golfvallar fyrir leikmenn sem ekki eru scratch leikmenn samanborið við scratch leikmenn.

Útreikningur leikaðstæðna (PCC)

Tölfræðileg niðurstaða sem ákvarðar hvort leikaðstæður á leikdegi voru að það miklu leyti frábrugðnar eðlilegu ástandi að þær höfðu áhrif á leik leikmanns. Dæmi um aðstæður sem gætu haft slík áhrif á leik: Vallaraðstæður, veður eða uppsetning vallar.

PCC (Playing Conditions Calculation) er tölfræðileg niðurstaða sem ákvarðar hvort leikaðstæður á leikdegi voru að það miklu leyti frábrugðnar eðlilegu ástandi að þær höfðu áhrif á leik leikmanns. Dæmi um aðstæður sem gætu haft áhrif á frammistöðu leikmannsins vallaraðstæður, veður eða uppsetning vallar. PCC ber saman árangur kylfinga þennan dag og forgjöf þeirra. Sama hvort skorið er úr móti eða við almennan leik. Ef það eru færri eða fleiri kylfingar en gera mátti ráð fyrir að næðu eðlilegu skori þá verður leiðrétting þennan dag á milli -1 og +3. Við eðlilegar aðstæður verður PCC 0. Þú getur alltaf séð hvort einhver PCC leiðrétting var gerð með því að smella á forgjafarhringinn í GolfBox.

Já, það er háþak sem þýðir að þú getur mest hækkað um 5.0. Háþak takmarkar að forgjöf leikmanns eftir útreikning samkvæmt lágþaki getur að hámarki verið 5.0 högga hækkun frá lágforgjöf hans. Það eru engin takmörk á mögulegri lækkun forgjafar leikmanns. Þessar takmarkanir byrja aðeins að hafa áhrif þegar kylfingur hefur að minnsta kosti 20 viðurkennd skor á skoryfirliti sínu.

Lægsta forgjöf sem leikmaður hefur verið með á 12 mánaða tímabili miðað við þann dag sem nýjasti hringur sem er á skoryfirliti var leikinn.

15. apríl til 15. október er sá hluti árs sem gild skor geta gilt til forgjafarútreiknings samkvæmt ákvörðun forgjafarnefndar GSÍ.

Að því gefnu að völlurinn hafi gildandi vallarmat og vægi og sé í sömu lengd og erfiðleikastigi og þegar hann var metinn.

Þá reiknast meðaltalið út frá færri hringjum og allt í góðu með það.

Annað hvort höggleikur eða punktakeppni.

Slæmt skor á einni eða tveimur holum ætti ekki að hafa veruleg áhrif á skor til forgjafarútreiknings enda ekki í samræmi við raunverulega getu leikmanns.

Fyrir kylfing er hámarksskor fyrir hverja holu takmarkað við nettó skramba reiknað þannig:

Par holunnar + 2 högg + möguleg forgjafarhögg sem leikmaður fær á holuna

Nettó skrambi er jafn og lægsta skor sem gefur leikmanni 0 punkta á holuna.

Forgjöfin þín uppfærist eftir hvern leikinn hring hvort sem er í móti eða við almennan leik. Ef þú skráir skorið inn sama dag og þú lékst þá uppfærist forgjöfin þín daginn eftir. Það er vegna þess að tölvukerfið þarf að gera útreikning leikaðstæðna eftir miðnætti fyrir hvern dag.

Já, þú getur skráð 12 holur til forgjafar eins og 9 og 18 holur. Einnig er hægt að leika 10-17 holur og skrá til forgjafar. Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út þær holur sem þú leikur og tölvukerfið sér um að reikna út niðurstöðuna.

Nei, það verður aldrei skylda að skrá alla hringi til forgjafarútreiknings. Hins vegar hvetjum við þig til að spila samkvæmt golfreglunum og skrá inn eins marga hringi og þú getur, bæði góðu og slæmu hringina. Það gefur rétta mynd af getu þinni.

Nei, tölvukerfin verða ekki samtengd og þú sem kylfingur berð ábyrgð á því að báðir golfklúbbarnir séu að nota rétta og uppfærða forgjöf.

Já, þú getur skráð inn forgjafarhringi leikna erlendis. Það eina sem þú þarft að gera er að finna út vallarmat og vægi fyrir þá teiga sem þú lékst af og slá inn í GolfBox.

Þegar umferð um golfvöll er mikil flýtir það leik að hafa hámarksskor á holu til forgjafar. Klúbbarnir eiga að vera óhræddir við að hvetja háforgjafarkylfinga að taka boltann upp þegar hámarksskori hefur verið náð á holu.

Forgjafarreglur og viðaukar

Nánari upplýsingar um forgjafarreglurnar – World Handicap System er að finna á vefsíðunni whs.com, sem er upplýsingasíða frá R&A og USGA.

Hlekkur í útgáfu af forgjafarreglunum.

Ef það vakna spurningar, sendu okkur póst á: forgjof@golf.is

Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ