Site icon Golfsamband Íslands

Formannafundur GSÍ 2024 – 9. nóvember kl. 10-16 Laugardalshöll

Laugardalshöll

Formannafundur GSÍ verður haldinn laugardaginn 9. nóvember næstkomandi í Laugardalshöll, en fundurinn er haldinn annaðhvert ár. Á fundinum hittast formenn og framkvæmdastjórar golfklúbba á Íslandi, bera saman bækur sínar og skipuleggja starfið næstu misserin. Fundurinn hefst með morgunverði kl. 9:30 og stendur til kl. 16. Eftir venjuleg aðalfundarstörf, þar sem skýrsla stjórnar verður kynnt ásamt reikningum og fjárhagsáætlun verður röð áhugaverðra erinda og pallborðsumræða, sem forseti GSÍ, Hulda Bjarnadóttir stýrir.

Fyrirlestrarnir verða:
– Golfhreyfingin í tölum – Arnar Geirsson kynnir
– Afreksmál: Hlutverk golfklúbba og GSÍ – Ragnar Baldursson kynnir
– Mótamál: Áskoranir, áherslur og væntingar – Karen Sævarsdóttir kynnir

Á fundinum verða veittar heiðursviðurkenningar, mótaskráin til næstu ára kynnt svo eitthvað sé nefnt. Að lokum segir einn golfklúbbur sögu sína og farið verður í önnur mál þar sem formenn geta borið upp erindi sem þeim liggur á hjarta.

Exit mobile version