Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt á Camfil Nordic meistaramótinu sem er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni.
Haraldur Franklín Magnús úr GR og Axel Bóasson úr GK náðu frábærum árangri og enduðu í 2. og 3. sæti.
Mótið fór fram á Åda Golf & Country Club.
Haraldur Franklín endaði á -11 samtals (65-69-71) og var aðeins tveimur höggum frá efsta sætinu.
Axel Bóasson, GK, lék á -10 samtals (71-66-69) og varð í þriðja sæti.
Andri Björnsson, GR, varð í 46 sæti á +4 samtals (72-71-77).
Aron Bergsson, úr GKG, sem er búsettur í Svíþjóð, endaði á +5 (74-75) og komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn.