Site icon Golfsamband Íslands

Frábær árangur hjá Ingvari Andra á Opna skoska meistaramótinu

Frá vinstri: Daníel, Dagbjartur, Ingvar Andri og Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ.

Ingvar Andri Magnússon úr GR náði frábærum árangri á Opna skoska meistaramótinu fyrir 18 ára og yngri. Mótið fór fram á Monifieth Golf Links vellinum í Skotlandi. Ingvar Andri endaði í fimmta sæti en alls tóku þrír íslenskir keppendur þátt. Dagbjartur Sigurbrandsson og Daníel Ísak Steinarsson úr Golfklúbbnum Keili léku einnig á mótinu.

Alls tóku yfir 100 kylfingar þátt en leiknar voru 72 holur á þremur keppnisdögum, en á lokadeginum voru leiknar 36 holur. Ingvar Andri lék á 5 höggum yfir pari en hann var í efsta sæti eftir fyrstu tvo hringina (69,73,73,74).

Daníel Ísak var í góðum málum eftir fyrsta hringinn sem hann lék á 70 höggum. Hann gaf síðan aðeins eftir og endaði á +25 yfir pari. Dagbjartur var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn

Lokastaðan:

 

Exit mobile version