Site icon Golfsamband Íslands

Frábær árangur hjá karlaliði GKG á EM golfklúbba í Frakklandi

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar náði frábærum árangri á Evrópumóti golfklúbba í karlaflokki sem fram fór í Frakklandi 23.-25. október.

Bræðurnir Sigurður Arnar Garðarsson og Ragnar Már Garðarsson kepptu fyrir GKG ásamt Aroni Snæ Júlíussyni.

Lokastaðan:

Íslandsmeistaraliðið 2019 endaði í öðru sæti á -2 samtals en tvö bestu skorin töldu í hverri umferð. Þetta er í annað sinn í sögu keppninnar þar sem að klúbbur frá Íslandi nær öðru sætinu á þessu móti.

Leiknar voru 36 holur en fyrsta umferðin var felld niður vegna úrkomu.

Golfklúbburinn City of Newcastle GC frá Englandi stóð uppi sem sigurvegari á -6 samtals.

Aron Snær lék á 69 og 72 höggum eða -1 samtals og endað hann á 5. besta skorinu.

Ragnar Már lék á 75-67 eða pari vallar og endaði hann í 75 höggum í 7. sæti.

Sigurður Arnar lék á 74-79 höggum.

GKG tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Íslandsmóti golfklúbba sem fram fór á Leirdalsvelli og Urriðavelli s.l. sumar.

Keppt var á Golf du Medoc keppnisvellinum sem er ekki langt frá borginni Bordeux.

Þetta er í annað sinn sem þeir félagar keppa fyrir GKG á þessum velli á EM golfklúbba en mótið fór fram á þessum velli fyrir tveimur árum.

Alls voru 25 klúbbar sem tóku þátt á EM golfklúbba.

1. City of Newcastle GC
278 högg (-6)
2. GKG Golf
282 högg (-2)
3.-4. Stuttgarter GC Solitude e.V.
283 högg (-1)
3.-4. RCF – La Boulie
283 högg (-1)
5. Olgiata GC
284 högg (par)
6.-7. Kokkedal GolfKlub
285 högg (+1)
6.-7. Golf de Terre Blanche
285 högg (+1)

Exit mobile version