Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson er í 42.-50. sæti fyrir lokahringinn á Swiss Challenge mótinu á Áskorendamótaröðinni sem fram fer á Golf Sempachersee vellinum sem opnaði árið 1995 og er hannaður af Rossknecht Kurt. Birgir lék frábært golf fyrstu tvo keppnisdagana þar sem hann var í toppbaráttunni með tvo hringi upp á 67 högg eða 8 högg undir pari samtals. Það gekk ekkert upp í dag hjá Birgi á þriðja hringnum sem hann lék á 76 höggum eða +5. Hann er samtals á -3 fyrir lokahringinn.

Staðan í mótinu: 

Þetta er áttunda árið í röð sem þetta mót fer fram á þessum velli.

Mótið í Sviss er annað mótið á þessu tímabili hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á því móti sem fram fór í Andalúsíu á Spáni.


 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ