Ung og efnileg – Kristín María Þorsteinsdóttir notar pútter sem er 12 árum eldri en hún sjálf – hefur leikið golf frá sjö ára aldri
[dropcap type=”3″]K[/dropcap]ristín María Þorsteinsdóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar er efnilegur kylfingur sem hefur leikið golf frá sjö ára aldri. Kristín María fékk áhuga á golfi þegar faðir hennar, Þorsteinn Hallgrímsson, kom henni af stað. Þetta kemur fram í 2. tbl. Golf á Íslandi 2015.
Markmiðin hjá Kvennaskólanemanum eru skýr, að komast í háskóla í Bandaríkjunum en hún notar Wilson pútter sem er 12 árum eldri hún sjálf. Pútterinn er eins og sá sem reyndist föður hennar vel þegar hann fagnaði sínum eina Íslandsmeistaratitli í golfi árið 1993 í Leirunni.
Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? Pabbi kom mér af stað í golfinu þegar ég var 7 ára, það er frábær hreyfing og skemmtileg íþrótt.
Hvað er skemmtilegast við golfið?
Spila flotta velli í góðum félagsskap.
Framtíðardraumarnir í golfinu?
Komast í háskóla í Bandaríkjunum og vonandi inn á evrópsku mótaröðina.
Hver er styrkleikinn þinn í golfi?
Hugarfarið.
Hvað þarftu að laga í þínum leik?
Stutta spilið er alltaf hægt að bæta.
Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi?
Þegar ég fór í mína fyrstu sveitakeppni, var fimm holur niður eftir níu en tókst að vinna leikinn á sautjándu.
Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér?
Á eftir að upplifa það.
Draumaráshópurinn?
Rory McIlroy, Jordan Spieth og Luke Donald.
Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna?
Vestmannaeyjavöllur. Sjaldgæf blanda af fallegum, krefjandi og skemmtilegum velli.
Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?
Þriðja í Oddi vegna þess að flötin er í fallegum hraunbolla. Áttunda í Eyjum þar sem útsýnið í Dalinn verður ekki betra. Og fjórða í Mosó þar sem hægt er að sækja en brautin er fljót að refsa.
Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
Ferðast og vera með fjölskyldu og vinum.
[quote_box_right]
Staðreyndir:
Nafn: Kristín María Þorsteinsdóttir.
Aldur: 17.
Forgjöf: 12,0.
Uppáhaldsmatur: Flest allt með kjúklingi.
Uppáhaldsdrykkur: Gulur Kristall.
Uppáhaldskylfa: Gamli Wilson pútterinn minn.
Ég hlusta á: Allskonar tónlist, Ed Sheeran er samt í miklu uppáhaldi.
Besta skor í golfi: 77 högg.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Rory.
Besta vefsíðan: kylfingur.is.
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Að bakið komi í veg fyrir að ég geti spilað.
[/quote_box_right]
Í pokanum:
Dræver: Ping G20, 10.5°.
Brautartré: Cobra Fly Z 15°.
Blendingur: Snake Eyes.
Járn: Mizuno JPX825 pro.
Fleygjárn: Mizuno MP-T4.
Pútter: Wilson TPA XVIII (1986 módel).
Hanski: Puma.
Skór: Puma.
Golfpoki: Mizuno.
Kerra: Motocaddy.