Golfsamband Íslands

Frábær sigur hjá karlalandsliðinu gegn Wales í úrslitum EM í Lúxemborg

Efri röð frá vinstri: Gísli Sveinbergsson, Aron Snær Júlíusson, Egill Ragnar Gunnarsson, Birgir Leifur Hafþórsson landsliðsþjálfari, fremri röð frá vinstri: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús.

Íslenska karlalandsliðið í golfi tryggði sér sigur í 2. deild Evrópumóts karlandsliða hjá áhugamönnum en keppt var í Lúxemborg.  Ísland sigraði Wales í úrslitaleiknum 4/3. Ísland og Wales voru fyrir úrslitaleikinn örugg með sæti í efstu deild Evrópumótsins á næsta ári en Tékkar fylgja með þeim í efstu deild eftir 5/2 sigur gegn Slóveníu.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig leikirnir fóru hjá Íslendingunum í úrslitaleiknum í dag.

Úrslit úr mótinu má nálgast hér:

Screen Shot 2016-07-09 at 7.27.27 PM

 

Exit mobile version