Golfklúbburinn Vestarr
Auglýsing

Fjölmenni var á 20 ára afmælishátíð Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði sem fram fór um s.l. helgi. Veglegt afmælishátíð fór fram í félagsheimilinu í Grundarfirði þar sem á annað hundrað gestir voru saman komnir en félagafjöldinn í Vestarr er um 80 manns.

Sigurður Hlöðversson eða „Siggi Hlö“ var veislustjóri og sá um að halda uppi góðri stemmningu fram eftir kvöldi. Mörg skemmtiatriði voru á afmælishátíðinni frá félagsmönnum og voru m.a. þrjú myndbönd frumsýnd þar sem innra starf klúbbsins var krufið til mergjar með ýmsum hætti.

Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður Golfsambands Íslands færði klúbbnum gjöf frá GSÍ og veitti einnig tveimur félögum úr Vestarr silfur – og gullmerki GSÍ. Anna María Reynisdóttir fékk silfurmerki GSÍ og Guðni E Hallgrímsson fékk gullmerki GSÍ.

Á sunnudeginum fór fram afmælismót Vestarr á glæsilegum Bárarvelli sem við austanverðan Grundarfjörð.

Um 40 keppendur hófu leik við frekar erfiðar aðstæður, en mikill vindur var á Bárarvelli og undir lok mótsins gerði úrhellisrigningu og hættu nokkrir keppendur í þeim aðstæðum. Bryndís Theodórsdóttir úr GVS sigraði í punktakeppninni á 35 punktum en Margeir Ingi Rúnarsson úr GMS sigraði í höggleikskeppninni á ótrúlega góðu skori miðað við aðstæður, 77 högg eða +5.

Golfklúbburinn Vestarr var stofnaður 27. júlí árið 1995 og aðeins nokkrum árum síðar var myndarlegur golfvöllur risinn í landi Suður-Bár. Gott útsýni er frá vellinum yfir Grundarfjörð og nær landið yfir um 18 hektara.

Stofnfélagar voru 48 talsins en nafnið Vestarr er fengið frá landnámsmanni sem nam land í þeim hluta Eyrarsveitar þar sem golfvöllurinn er í dag.

Verðlaunahafar frá meistaramóti Vestarr 2015: 

Skemmtinefndin að störfum: 

Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Anna María Reynisdóttir sem fékk silfurmerki GSÍ og Garðar Svansson formaður Vestarr.  

 

Sigurður Hlöðversson var veislustjóri: 

 

Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Guðni E. Hallgrímsson sem fékk gullmerki GSÍ og Garðar Svansson formaður Vestarr. 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ