Golfsamband Íslands

Frábært golf hjá Birgi – endaði í 5.–9. sæti á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson.

Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 5.–9. sæti á Áskorendamótinu sem fram fór á Kanaríeyjum á Spáni. Hann lék lokahringinn á 4 höggum undir pari og samtals var hann á 15 höggum undir pari.

Það er óhætt að segja að Birgir Leifur hafi leikið frábært golf á Spáni. Hann tapaði aðeins fjórum höggum á 72 holum en hann fékk alls 19 fugla á hringjunu fjórum.

Sigurvegarinn Rhys Davies var á -22 samtals en þetta er annar sigur hans á mótaröðinni.

Þetta er besti árangur Birgis á tímabilinu á Áskorendamótaröðinni – á þessu tímabili. Hann hafði áður náð 8. sæti en þetta var fimmta mótið á tímabilinu hjá Birgi á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni.

Með árangri sínum tryggir Íslandsmeistarinn í golfi sér keppnisrétt á næsta móti sem fram fer í Frakklandi í næstu viku – en ekki er vitað á þessari stundu hvort Birgir ætlar að leika í mótinu í Frakklandi eða verja Íslandsmeistaratitilinn á Garðavelli á Akranesi í næstu viku.

Lokastaðan:


 

Exit mobile version