Verðlaunagripirnir á Íslandsmótinu í golfi 2024.
Auglýsing

Fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2024 er lokið – og voru frábærar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru í dag. Kylfingar nýttu tækifærið vel og léku frábært golf. Alls léku 27 keppendur í karlaflokki undir pari vallar og ein í kvennaflokki.

Keppni á öðrum keppnisdegi hefst kl. 7:30 föstudaginn 19. júlí og verður niðurskurður að loknum þeim hring.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Smelltu hér fyrir myndasafn:

Eva Kristinsdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er efst í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum, en hún lék Hólmsvöll í Leiru á 69 höggum eða 2 höggum undir pari.

Hún er með þriggja högga forskot á næstu keppendur. Perla Sól Sigurbrandsdótir, GR, og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, eru jafnar á 72 höggum eða einu höggi yfir pari vallar. Perla Sól og Hulda Clara hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Hulda Clara árið 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri og Perla Sól í Vestmanneyjum árið 2022.

Helga Grímsdóttir, GKG, lék vel í dag og er hún í fjórða sæti á einu höggi yfir pari vallar, eða 73 höggum.

Eva varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í júní s.l., en hún verður 17 ára þann 21. desember á þessu ári.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, hefur titil að verja á Íslandsmótinu í ár. Hún hóf titilvörnina með því að leika á 74 höggum eða +3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á 76 höggum og er hún í 16. sæti eftir fyrsta hringinn.

Keppni í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2024 er mjög spennandi að loknum fyrsta keppnisdegi. Alls léku 27 keppendur undir pari Hólmsvallar í Leiru – sem er einstakt í sögu Íslandsmótsins.

Aron Snær Júlíusson, GKG, Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, eru jafnir í efsta sæti á 65 höggum eða -6. Þeir fengu báðir sex fugla á hringnum og töpuðu ekki höggi, sem er frábær árangur.

GKG-ingarnir eru með tveggja högga forskot á Magnús Yngva Sigsteinsson, GKG, Sigurð Bjarka Blumenstein, GR og Jóhannes Guðmundsson, GR, sem léku allir á 67 höggum í dag eða -4.

Frábær tilfþrif sáust í veðurblíðunni í dag, og Einar Helgi Bjarnason, GSE, fór holu í höggi á 9. braut. Það er í fyrsta sinn sem Austfirðingurinn slær draumahöggið en hann er í 13. sæti á tveimur höggum undir pari vallar.

Logi Sigurðsson, GS, sem hefur titil að verja á Íslandsmótinu í ár lék á 70 höggum eða -1 og er hann fimm höggum frá efsta sætinu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ