Site icon Golfsamband Íslands

Framkvæmdir hafnar við stækkun golfvallarsins í Brautarholti

Séð yfir 1. braut á Brautarholtsvelli. Mynd/seth@golf.is

Golfklúbbur Brautarholt var stofnaður 2011 og opnað var fyrir golfleik á Brautarholtsvelli í lok júlí 2012.

Völlurinn hefur á undanförnum árum skipað sér í flokk bestu golfvalla landsins og er hann ofarlega á vinsældalistanum hjá erlendum ferðamönnum.

Þar að auki hafa forsvarsmenn GBR lagt mikla áherslu á að nota umhverfisvæna orku við umhirðu vallarins.

Nánar um GBR hér.

Nýverið var tekin sú ákvörðun að stækka golfvöllinn og bæta við 9 holum en völlurinn er í dag 12 holur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum. Framkvæmdir eru þegar hafnar.

Hugmyndin er að vera með einn 12 holu völl og annan 9 holu völlur, samtals 21 holur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum. Líka má sjá þetta sem tvo 9 holu velli og einn 3ja holu völl. Reynsla okkar er að yfir 80% fara 12 holur. Með þessu fyrirkomulagi viljum við bjóða upp á fleiri rástíma fyrir þá sem vilja fara 12 holur en líka að bjóða upp á 18 holu hring fyrir þá sem það vilja.

Exit mobile version