Framkvæmdir við Klappir, nýtt æfingaskýli Golfklúbbs Akureyrar, ganga samkvæmt áætlun. Botnplatan var steypt um s.l. helgi og gekk verkið vel samkvæmt frétt á heimasíðu GA. Verkið hafði verið stopp í nokkra daga þar sem það kyngdi niður snjó á Akureyri.
Á heimsíði GA kemur fram að það hafi verið stórgolfararnir og múrararnir Gunni Berg, Óli Gylfa og Robbi sem sáu um að steypa plötuna með dyggri aðstoð starfsmanna GA.
Hafist var handa að slá upp veggjunum í byrjun vikunnar og verður gaman að sjá þetta stórglæsileg æfingasvæði rísa upp úr jörðinni.