Tom Mackenzie kynnti í lok apríl tillögur sínar um framtíðarskipulag Hvaleyrarvallar í Hafnarfirði að viðstöddum fjölda félaga í Golfklúbbnum Keili. Skoski golfvallaarkitektinn var fenginn til þess að yfirfara núverandi áætlanir um endurskipulagningu golfvallarins sem næsta áfanga í þróun hans eftir að Hraunið var opnað árið 1997.
Tillögur Mackenzie ganga út á að nýta strandlengjuna á Hvaleyrarholtinu eins mikið og hægt er og ef af þessum breytingum verður mun ásýnd vallarins breytast mjög mikið. Skýrsluna má nálgast í heild sinni með því að smella hér