Ágætu golfarar í LEK. Nú er golftímabilið hafið af fullum krafti. Flestir vellir hér sunnanlands eru opnir og koma allsæmilega undan vetri.
- Mótaskrá LEK ásamt reglum mótaraðarinnar hafa verið birtar á GOLF.is/LEK og einnig á Facebook síðu LEK.
- Við vonumst eftir góðri þáttöku í mótaröðinni í sumar. Rétt er að minna á mótum hefur verið fækkað og eru nú 7.
- Eins og áður er á mótaröðinni keppt um stigameistara Öldungamótaraðarinnar, bæði í kvenna og karla flokki.
- Einnig er keppt um sæti í landslið eldri kylfinga í flokki kvenna 50 ára og eldri, í flokki karla 55 ára og eldri og í flokki karla 70 ára og eldri. Eins og áður hefur komið fram keppa karlar 50 ára og eldri undir merkjum GSÍ og EGA. Nánar má lesa um þetta á GOLF.is/LEK
Fyrsta mótið
- HEIMSFERÐIR eru styrktaraðilar á fyrsta mótinu í Öldungamótaröðinni. Heimsferðamótið verður á Hólmsvellisunnudaginn 27. maí. Skráning er hafinn á golf.is.
- Allir vinningarnir eru ferðavinningar frá HEIMSFERÐUM. Að verðmæti kr. 300.000. www.heimsferdir.is
Upplýsingar til eldri kylfinga
- Upplýsingar til kylfinga í LEK verða birtar á þremur stöðum.
- Allar helstu fréttir verða Í fréttabréfi LEK sem verður sent til ykkar eftir þörfum.
- Fréttir verða einnig birtar á GOLF.is/LEK.
- Í þriðja lagi á Facebook– síðu LEK sem er LEK- Landsamtök eldri kylfinga.
- Á facebook síðunni verða birtar myndir úr mótaröðinni ásamt ýmsum tilkynningum sem ekki endilega verða á GOLF.is/LEK. Þar gefst ykkur líka tækifæri á að senda inn spurningar.
- Við hvetjum ykkur til að fara á Facebook síðuna og óska eftir aðild að henni. Facebook síðan er einfaldur samskiptamáti og viljum við hvetja alla eldri kylfinga til fylgjast með síðunni.
Styrktargjald
- Rekstur landsliðsverkefna LEK er fjárfrekur enda leggur stjórnin mikinn metnað í það verkefni.
- Fjöldi eldri kylfinga hefur vaxið mikið á undanförnum árum og keppni landsliða innan ESGA sífellt viðameiri og metnaðarfyllri. Íslensk landslið eldri kylfinga eru að ná ágætum árangri í þessum landsliðsverkefnum en alltaf má gera betur.
- Þessi verkefni kosta mikið og þess vegna biðlar stjórn LEK til ykkar ágætu kylfingar um stuðning við starfsemina.
- Við munum senda valgreiðslukröfu kr. 2000 í heimabanka ykkar sem við hvetjum ykkur til að greiða.
- Einnig má leggja inn á reikning LEK sem er 140 26 5102 og kennitala félagsins er 6102973319.
- Allur stuðningur er vel þeginn.