Nú styttist í lok þessa frábæra golfsumars. Góð þátttaka hefur verið í mótum sumarsins. Síðasta mótið í Öldungamótaröð LEK verður í Grafarholtinu 25. ágúst. Skráning er þegar hafin. Við hvetjum alla LEK-ara til að vera með á frábærum Grafarholtsvelli.
Eins og venjulega þá er hart barist um landsliðssæti og einnig um titilinn stigameistari Öldungamótaraðarinnar. Alltaf má sjá uppfærða stöðu á Facebook síðu LEK.
LANDSLIÐ ESLGA og ESGA 2019
Góður árangur náðst í keppni landsliða í öllum aldursflokkum þó að hæst beri þriðja sæti kvenna 50+ í Marisa Sgaravatti Tropy í Binowa Park Golf Club í Póllandi. Glæsilegur árangur.
Karlalið 55+ gerði góða ferð til Wales á Celtic Manor. Championship liðið, keppni án forgjafar lenti í 5. sæti og Cup liðið þar sem keppt er með forgjöf í 11. sæti.
Karlalið 70+ keppti í Bastad í Svíþjóð og endaði í 9. sæti.
Myndir og umfjöllun um öll þessi mót má sjá á Facebook síðu LEK.
EGA LANDSLIÐ 50+
Keppni til landsliðssæta karla og kvenna 50+ sem keppa undir merkjum EGA er lokið. Samkvæmt reglugerð þá fá fjórir efstu í Öldungamótaröðinni landsliðssæti en GSÍ velur síðan tvo karla og tvær konur í hópana. Þessi landslið keppa 3.-8. september, konurnar í Búlgaríu en karlarnir í Danmörku.
Landslið karla: Tryggvi Valtýr Traustason, Guðmundur Arason, Sigurður Aðalsteinsson, Frans Páll Sigurðsson, Sigurjón Arnarson, Einar Long.
Landslið kvenna: Þórdís Geirsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Svala Óskarsdóttir.
Við óskum þeim góðs gengis.
ÖLDUNGAMÓTARÖÐIN 2019
Hér er staðan í stigakeppni Öldungamótaraðarinnar eftir sex mót, þrír efstu í karla og kvenna flokki með og án forgjafar: Stig eru reiknuð samkvæmt stigatöflu GSÍ og fá 30 efstu í hverju móti stig.
Konur án forgjafar:
1. Þórdís Geirsdóttir 4.200,0 stig
2. Anna Jódís Sigurbergsdóttir 4.102,5 stig
3. María Málfríður Guðnadóttir 4.050,0 stig
Konur með forgjöf:
1. María Málfríður Guðnadóttir 4.005,0 stig
2. Þórdís Geirsdóttir 3.641,3 stig
3. Ásgerður Sverrisdóttir 3.423,8 stig
Karlar án forgjafar:
1. Tryggvi Valtýr Traustason 7525,0 stig
2. Sigurður Aðalsteinsson 4227,5 stig
3. Guðmundur Arason 4195,0 stig
Karlar með forgjöf:
1. Helgi Anton Eiríksson 3350,0 stig
2. Sigurður Aðalsteinsson 2994,9 stig
3. Tryggvi Valtýr Traustason 2896,3 stig
Nánar hér: https://drive.google.com/open?id=1Afigpd6Z3ZFypw1adN7Y6Z2ADDY7uHEo
LANDSLIÐIN 2020, ESLGA og ESGA
Eins og venjulega er keppnin hörð um sæti í landsliðum eldri kylfinga. Í flokki 50+ bæði karla og kvenna er einungis keppt án forgjafar. Hér er staða 6 efstu í hverjum aldursflokki.
Konur 50+ án forgjafar, ELSGA
- Þórdís Geirsdóttir 7550,0 stig
- María Málfríður Guðnadóttir 5732,5 stig
- Anna Jódís Sigurbergsdóttir 5715,0
- Ásgerður Sverrisdóttir 5500,0 stig
- Ragnheiður Sigurðardóttir 4900,0 stig
- Svala Óskarsdóttir 4303,8 stig
Karlar 55+ án forgjafar:
- Tryggvi Valtýr Traustason 7150,0 stig
- Sigurður Aðalsteinsson 5042,5 stig
- Frans Páll Sigurðsson 4141,3 stig
- Guðni Vignir Sveinsson 3841,3 stig
- Hörður Sigurðsson 3747,5 stig
- Björgvin Þorsteinsson 3602,5 stig
Karlar 55+ með forgjöf:
- Sigurður Aðalsteinsson 4082,5
- Tryggvi Valtýr Traustason 3862,0
- Frans Páll Sigurðsson 3541,3
- Gunnar Árnason 2886,9 stig
- Halldór Friðgeir Ólafsson 2705,0 stig
- Hörður Sigurðsson 2648,2
Í landslið karla 70+ eru valdir þrír efstu úr hvorum flokki.
Karlar 70+ án forgjafar:
- Jóhann Peter Andersen 5382,5 stig
- Jón Alfreðsson 5202,5 stig
- Jónatan Ólafsson 4575,0 stig
- Gunnsteinn Skúlason 4528,8 stig
- Jóhann Reynisson 4342,5 stig
- Þórhallur Sigurðsson 4330,0 stig
Karlar 70+ með forgjöf:
- Jón Alfreðsson 4880,0 stig
- Gunnsteinn Skúlason 4760,0 stig
- Jóhann Peter Andersen 4730,0 stig
- Óli Viðar Thorstensen 4386,3 stig
- Þórhallur Sigurðsson 4111,3 stig
- Jónatan Ólafsson 3675,0 stig
Nánar hér: https://drive.google.com/open?id=1QKTsDd5pRFlzYV_6S_-ZgXLkthGq27tg
STYRKUR TIL LEK
Eins og undanfarin ár þá biðlar stjórnin til félagsmanna að styrkja starfsemi LEK. Valgreiðslukrafa verður send í heimabanka eldri kylfinga sem við náum til. Þeir sem ekki fá kröfu en vilja samt styrkja starfsemina geta lagt inn á reikning félagsins.
Banki: LB 140-26-5102, og kt. 6102973319
Kærar þakkir fyrir gott samstarf og góða þátttöku í LEK mótum sumarsins.
Stjórn LEK.