Auglýsing

Golfsambandið boðar til fundar þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13:00 um mælikvarða og stöðu greiningar á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir kynnir hugbúnaðarlausn sem klúbbunum býðst að nýta sér.

Fundurinn verður eingöngu á Teams, skráning fer fram hér.

Fyrr á árinu ákvað stjórn Golfsambands Íslands að hefja fjölþætta árverkni – og verkefnavinnu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi samhliða stefnu sambandsins.

Síðastliðið vor voru haldnar tvær opnar vinnustofur þar sem að annars vegar var farið í vitundarvakningu og hins vegar hugmyndavinnu um það hvernig GSÍ gæti lagt sitt af mörkum til ólíkra málaflokka. Heimsmarkmiðunum hefur nú verið forgangsraðað út frá þeirri vinnu og nú er komið að því að ákveða mælanlega kvarða áður en innleiðing hefst.

Samið verður við hugbúnaðarfyrirtækið Klappir um að halda utan um mælikvarðana fyrir klúbbana og er öllum boðið að vera með sem vilja. Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum og setja sér markmið eða til ársins 2030. Fulltrúi Klappa ætlar að fara í gegnum virkni kerfisins og hvernig það geti nýst golfhreyfingunni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ