Golfsamband Íslands

Fylgstu með gangi mála í Marokkó í gegnum golf-is á Snapchat

Ólafía Þórunn og Valdís Þóra bregða á leik. Mynd/GSÍ/HJ

Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefja leik á föstudaginn á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröð kvenna. Mótið fer fram í Marokkó eins og kemur fram í þessari frétt á golf.is.

Tinna Jóhannsdóttir, stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2015 í kvennaflokki, verður Valdísi til aðstoðar í Marokkó. Þær ætla að stytta okkur stundir með fregnum af gangi mála í gegnum Snapchat samfélagsmiðilinn – undir nafninu golf-is.

Það er því ekkert annað að gera en að bæta golf-is á vinalistann á Snapchat.

CC45xbtUsAAUduK.0

Exit mobile version