Auglýsing

Það er öflugt starf hjá konunum í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Um s.l. helgi hittust um 80 konur úr GKG í íþróttamiðstöð klúbbsins þar sem margt var á dagskrá. Þar bar hæst fyrirlestur hjá Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni. Þar fór atvinnukylfingurinn yfir ýmis atriði sem snúa að atvinnumennskunni og sagði sögur af sjálfri sér.

Sigríður Hjaltadóttir, sem er í kvennanefnd GKG, segir í samtali við golf.is að fyrirlestur Valdísar hafi vakið mikla lukku. Í kvennanefnd GKG eru auk Sigríðar; Bryndís Ósk Jónsdóttir, Helga Björg Steingrímsdóttir, Hildur Arnardóttir, Linda B. Pétursdóttir, Sesselja M. Matthíasdóttir og Þorgerður Jóhannsdóttir.

„Það er margt í boði fyrir konurnar í GKG. Einu sinni í viku er fastur æfingatími í Kórnum þar sem æft er undir handleiðslu kennara og púttmót fara fram. Síðasti vetrardagur er ávallt hátíðisdagur hjá okkur og þá hittumst við á skemmtikvöldi í golfskálanum. Það kvöld hefur ávallt verið vel sótt,“ segir Sigríður en með nýrri íþróttamiðstöð GKG hafa möguleikarnir aukist hvað varðar félagsstarfið.

„Í vetur var boðið upp á jóganámskeið í íþróttamiðstöðinni, við erum með reglukvöld og fyrirlestur sem nefnist „Lesið í golfvelli“. Þegar tímabilið hefst á golfvellinum erum við með fasta rástíma fyrir konur í Mýrinni einu sinni í viku. Mótahald er einnig öflugt en við eru með innanfélagsmót og vinkvennamót með öðrum klúbbum,“ sagði Sigríður Hjaltadóttir.

3069

3087

3083
3092

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ