/

Deildu:

Auglýsing

Lundsvöllur er einn af nýrri golfvöllum landsins en völlurinn er í um það bil hálftíma akstursfjarlægð frá Akureyri. Í suðurjaðri Vaglaskógar hannaði Brynjar Sæmundsson golfvallafræðingur níu holu völl.

Golfklúbburinn Lundur í Fnjóskadal er áttundi klúbburinn á Norðurlandi en sá fyrsti í Þingeyjarsveit.

Vinna við völlinn hófst árið 2006 á jörðinni Lundi en þar var áður sveitabýli með um 350 ærgildi. Mikil sumarhúsabyggð er í Lundsskógi í landi jarðarinnar.

Góður skáli er fyrir gesti og starfsfólk við suðrenda vallarins. Lundsvöllur var formlega vígður árið 2009. Þar er að finna skemmtilegan golfvöll sem margir kjósa að leika í fallegu landslagi og umhverfi í Fnjóskadal.

Lundsvöllur er par 70 með þremur par 3 holum, tvær eru par 5 og fjórar eru par 4.

Lengdin af gulum teigum er um 4.760 metrar en til samanburðar er Grafarholtsvöllur hjá GR um 5.500 metrar af gulum teigum.

Af rauðum teigum eru par 3 holurnar flestar um 90 metrar og margar par 4 holur eru rétt um 200 metra langar.

Heildarlengdin af rauðum teigum er 3.930 metrar en til samanburðar er Grafarholtsvöllur 4.670 metra langur af rauðum teigum.

Fleiri myndir af Lundsvelli á gsimyndir.net

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ