Axel Bóasson með Hvaleyrarbikarinn. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Axel Bóasson úr GK stóð uppi sem sigurvegari á SM Match atvinnumótinu sem fram fór í Svíþjóð.

Mótið er hluti af Nordic Golf atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Með sigrinum gegn Daniel Løkke í úrslitum mótsins færðist Axel enn nær því að vera í hópi fimm stigahæstu kylfinga Nordic Tour mótaraðarinnar. Fimm efstu fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili og er því mikið í húfi fyrir Axel.

Á kylfingur.is kemur fram að Axel hafi verið undir megnið af leiknum en hann náði að snúa taflinu sér í hag þegar leið á leikinn.

Þetta er fyrsti sigur Axel á Nordic Golf mótaröðinni. Hann var í 8. sæti fyrir mótið í Svíþjóð á stigalistanum og ætti að færast upp þegar stigalistinn verður uppfærður.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ