Auglýsing

Rúnar Arnórsson sigraði á Barona Collegiate Cup háskólamótinu sem fram fór á Barona Creek golfvellinum í Kaliforníu. Keilismaðurinn, sem keppir fyrir Minnesota háskólann, lék lokahringinn á 74 höggum eða +2 en hann lagði grunninn að sigrinum með mögnuðum leik á fyrsta keppnishringnum.

Þar lék Rúnar á 62 höggum eða -10 og hann fylgdi því eftir með því að leika á 71 höggi eða -1. Hann lék því hringina þrjá á -9 samtals (62-72-74).

Rúnar er þriðji íslenski kylfingurinn sem nær að landa sigri á stuttum tíma í bandaríska háskólagolfinu. Haraldur Franklín Magnús og Theodór Emil Karlsson náðu báðir að sigra í síðustu viku.

Eftir því sem best er vitað er þetta besta skor sem íslenskur kylfingur hefur náð í bandaríska háskólagolfinu.

[pull_quote_left]Ef rýnt er í sögubækurnar eru allar líkur á því að þetta sé þriðja besta skor sem íslenskur kylfingur hefur náð. [/pull_quote_left]

Birgir Leifur Hafþórsson lék Garðavöll á 58 höggum eða -14 í september árið 2010 af gulum teigum. Örn Ævar Hjartarson lék New Course á St. Andrews í Skotlandi árið 1998 á 60 höggum eða -11.

Rúnar lék eins og áður segir á 62 höggum eða -10 á fyrsta hringnum þar sem hann fékk átta fugla og einn örn og tapaði ekki höggi.

Screenshot (9)

Staðan:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ