Golfhreyfingin leggur sig fram við að gera golf íþróttina aðgengilegri fyrir einstaklinga með fatlanir og að golfíþróttin sé án aðgreiningar. Golfsamband Íslands í samstarfi við ÍSÍ, PGA, GSFÍ og ÍF hefur það að markmiði að styðja við alla sem vilja njóta ávinnings íþróttarinnar og stuðla að jafnrétti. Við erum staðráðin í að bæta aðgengi og skapa fleiri tækifæri og hvetja kylfinga með fatlanir til þátttöku í íþróttinni á breiðum grundvelli.
Við bjóðum einstaklinga með fatlanir velkomna til þátttöku á öllum stigum golfíþróttarinnar. Einnig vinnur Golfhreyfingin að því að bæta mótahald fyrir einstaklinga með fatlanir auk þess að vinna náið með golfklúbbunum við að skapa menningu sem styður við golf án aðgreiningar og á þann hátt að bjóða upp á bestu mögulegu upplifun fyrir kylfinga með fötlun.
Af hverju golf?
Golfhreyfingin vill leggja sitt á vogarskálarnar þegar kemur að lýðheilsu Íslendinga. Með samsetningu af hreyfingu, útivist og félagslegum samskiptum er íþróttin góður vettvangur fyrir alla aldurshópa. Einstakt forgjafarkerfi leiksins þýðir að allir geta leikið saman, hvort sem er í leik eða í keppni.
Við viljum að þú finnir fyrir ávinningi leiksins, sama á hvaða getustigi leiksins sem þú ert. Leiktu golf undir berum himni á einhverjum fjölmörgum g0lfvöllum landsins.
Tilvitnun frá kylfingum með fötlun
Eftirfarandi vitnisburður undirstrikar hvernig golf getur veitt iðkendum ánægju:
„Golf, líkamlega hefur leikurinn gert gott fyrir mig sem og útiveran í góðum félagsskap með fólki sem deilir þínum gildum. Golf er leikur sem er svo góður fyrir sálina og hugannn. Í veikindum mínum studdu stelpurnar mig mjög mikið. Ég hélt að ég myndi verða fljótt betri í íþróttinni, en hef aldrei náð því markmiði! Ég er samt núna með 32 í forgjöf en ég er bara ánægð með að njóta og leika golf. Ég elska það."
- María Þorsteinsdóttir
Hvert á að fara?
Við erum staðráðin í að tryggja að fatlaðir einstaklingar hafi fjölbreytt val um aðstöðu og fyrsta flokks aðgengi að vallarsvæðum. Við viljum veita þér allar upplýsingar til að tryggja að þú njótir fyrstu reynslu þinnar.
Hlekkir á golfklúbba/æfingaaðstöðu.
Golfsamtök fatlaðra á Íslandi, GSFÍ, hafa lengi staðið fyrir golfæfingum fyrir fatlaða og hafa margir góðir kylfingar stigið sín fyrstu skref í golfíþróttinni undir handleiðslu kennara á vegum GSFÍ. Þá hafa samtökin oft staðið fyrir ferðum til útlanda þar sem margir þessara kylfinga hafa keppt á alþjóðlegum golfmótum, staðið sig með stakri prýði og unnið til verðlauna.
Samtökin hafa alla tíð lagt áherslu á að vera með vel menntaða PGA-kennara og að kennslan sé einstaklingsmiðuð og hagað þannig að hún henti hverjum einstaklingi fyrir sig. Auk þess að kenna golftækni er lögð áhersla á helstu golfreglur og undirstöðuatriði er varða umgengni og háttvísi úti á vellinum.
GSFÍ hefur haldið úti reglubundnum æfingum í Hafnarfirði hjá golfklúbbnum Keili, Vestmannaeyjum hjá golfklúbbi Vestmannaeyja, Akureyri hjá golfklúbbi Akureyrar og á Selfossi hjá golfklúbbi Selfoss.
Fyrsta reynsla þín af keppni í móti gæti komið hjá klúbbnum þínum í góðra vina hópi. Frá ársbyrjun 2023 eru allar keppnir með Reglu 25 sem eru sérstakar reglur fyrir kylfinga með fötlun, til að tryggja að þú getir tekið þátt á sanngjarnan hátt.