Golfklúbbur Reykjavíkur og Garðar Eyland framkvæmdastjóri GR hafa komist að samkomulagi um starfslok vegna aldurs. Þetta kemur fram á heimasíðu GR. Samkvæmt samkomulaginu hættir Garðar störfum að loknum aðalfundi félagsins sem fram fer í desember.
Garðar hefur starfað lengi fyrir klúbbinn, settist í stjórn GR árið 1984 og árið 1993 hann tók við sem formaður klúbbsins. Því embætti gengdi hann svo til lok ársins 1998.
Haustið 2006 var Garðar svo ráðinn framkvæmdastjóri og hefur gengt því starfi síðan. Garðar hefur m.a. stýrt uppbyggingu vallarins við Korpúlfsstaði og er við hæfi að því verkefni sé nú formlega að ljúka með uppbyggingu á 27 holu golfvelli.
Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur þakkar Garðari Eyland framúrskarandi vel unnin störf í þágu klúbbsins.