/

Deildu:

Auglýsing

Þann 10. mars s.l. stóð SÍGÍ fyrir GEO OnCourse-vinnustofu. Markmið hennar var að kynna OnCourse og að aðstoða áhugasama við að komast af stað í umsóknarferlinu.

Fulltrúar frá 9 golfklúbbum mættu á vinnustofuna sem var stjórnað af Bjarna Hannessyni grasvallatæknifræðingi.

Miklar og góðar umræður sköpuðust ásamt því að menn deildu á milli sín góðum ráðum og sögum af því sem OnCourse getur og hefur gert fyrir þeirra klúbba.

Stefnt er að því að halda áfram að styðja við þá klúbba sem hafa áhuga á að sækja um GEO-umhverfisvottun og verður það skipulagt í nánu samstarfi við GSÍ.

OnCourse er rafrænt handleiðslu- og vottunarviðmót sem notendur skrá sig inn á gegn árlegu áskriftargjaldi, sem er 300 sterlingspund. OnCourse er fyrsta skrefið í átt að sjálfærnivottun, sem nefnist GEO Certified Operations.

Ný stefna GSÍ, sem samþykkt var af golfklúbbunum á Golfþingi í nóvember sl., felur í sér markmið um talsverða fjölgun aðildarfélaga sem sækjast eftir og fá slíka vottun.

Upplýsingar um sjálfa vottunina má nálgast hér á vef GEO Foundation, 

Ábyrg umsjón golfvalla snýst um að…

  • Halda álagi á grasplöntunga í skefjum, t.d. með slætti í heppilegri hæð, með vel brýndum blöðum og góðri umferðarstjórnun
  • Ákvarðað sannarlega hvenær illgresi, sýkingar og önnur álagseinkenni kalla á inngrip eða meðhöndlun.
  • Viðhaldsfrek grasssvæði séu ekki óþarflega stór, að notaðar séu heppilegar grastegundir m.t.t. staðhátta og að önnur svæði fái viðeigandi meðhöndlun í þágu vistfræðilegs fjölbreytileika, náttúruverndarsjónarmiða o.s.frv. 
  • Skilja betur líffræði grasplöntunnar og viðbrögð hennar við ytri áhrifum með söfnun gagna og útbreiðslu þeirra.
  • Halda skrá yfir allar viðhaldsaðgerðir, árángur af eim og gera upplýsingarnar aðgengilegar almenningi.            

SÍGÍ mun halda áfram að standa fyrir vinnustofum og þeir aðilar sem hafa áhuga á að kynna sér GEO-vottunarferlið er bent á að hafa samband við eftirfarandi aðila.

Einar Gestur Jónasson, verkefnisstjóri GEO á Íslandi: einargestur@gbr.is

Edwin Roald, viðurkenndur úttektaraðili fyrir GEO Certified Operations-sjálfbærnivottunina: edwin@eureka.golf

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ