/

Deildu:

Gísli Sveinbergsson.
Auglýsing

Gísli Sveinbergsson úr Keili endaði í 104. sæti af alls 144 keppendum sem fengu tækifæri til þess að keppa á hinu sögufræga St. Andrews Links Trophy. Eins og nafnið gefur til kynna fer mótið fram á hinum eina sanna St. Andrews í Skotland en leikið var á tveimur völlum, Jubilee og Old Course, þar sem að Opna breska meistaramótið fer fram í sumar.

Gísli Sveinbergsson.
Gísli Sveinbergsson.

Gísli lék fyrsta hringinn á 76 höggum eða +4 en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fyrsta hringinn. Ítalski kylfingurinn Federico Zucchetti stóð uppi sem sigurvegari á -2 samtals, landi hans Filippo Campigli varð annar á -1.

Mótið á sér langa sögu en fyrst var keppt á þessu móti árið 1989 og á meðal þeirra sem hafa keppt á þessu móti má nefna; Ernie Els, Lee Westwood, Trevor Immelman, Geoff Ogilvy, Padraig Harrington, Justin Rose og Rory McIlroy.

Aðeins þeir efstu á heimslista áhugamanna komast inn á þetta mót.

Lokastaðan:

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ